HeimEfnisorðErlendur Sveinsson

Erlendur Sveinsson

Horfðu á VERSTÖÐINA ÍSLAND í heild sinni hér

Sú merka heimildaþáttaröð Verstöðin Ísland (1991) eftir Erlend Sveinsson, Sigurð Sverri Pálsson og Þórarinn Guðnason, er nú aðgengileg frítt á Vimeo og má nálgast hér.

Lífssaga kvikmyndar, eða hvernig SAGA BORGARÆTTARINNAR varð þjóðkvikmynd Íslands

Saga Borgarættarinnar (1920) eftir Gunnar Sommerfeldt, sem byggð var á samnefndri skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, er fyrsta leikna kvikmyndin sem gerð er á Íslandi. Í tilefni aldarafmælis kvikmyndarinnar hefur Erlendur Sveinsson skrifað grein í Tímarit Máls og menningar þar sem hann rekur tilurðar-, viðtöku- og varðveislusögu myndarinnar. Greinin er aðgengileg hér.

Erlendur Sveinsson lítur yfir ferilinn

Erlendur Sveinsson á merkan feril að baki, bæði sem höfundur margra heimildamynda, en ekki síður sem baráttumaður fyrir varðveislu kvikmyndaarfs. Í upphafi ársins lét hann af störfum sem forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands og í nýjasta hefti Journal of Film Preservation sem FIAF, heimssamtök kvikmyndasafna, gefur út má finna grein eftir Erlend þar sem hann fer yfir langan feril sinn hjá Kvikmyndasafninu, en segja má að hann hafi verið meira og minna viðloðandi safnið allt frá stofnun þess 1978.

Hvernig við gerðum „Þvert á tímann“

Sigurður Sverrir Pálsson og Erlendur Sveinsson frumsýna heimildamynd sína Þvert á tímann þann 16. desember, en myndin fjallar um dag í lífi Matthíasar Johannessen skálds og fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins. Hér segja þeir frá því hvernig myndin var gerð og hversvegna tók næstum tvo áratugi að klára hana.

Erlendur Sveinsson um „Þvert á tímann“: Ritstjórinn og skáldið slást um tímann

Erlendur Sveinsson og Sigurður Sverrir Pálsson frumsýna heimildamynd sína Þvert á tímann í Háskólabíói sunnudaginn 16. desember. Myndin lýsir einum degi í lífi Matthíasar Johannessen skálds og ritstjóra, en tökur fóru að mestu fram 2000-2001.

Filmufundur í Faxaflóa vekur alþjóðlega athygli

Seinni hluti heimildamyndar sem Kvikmyndasafn Íslands gerði um filmufundinn í Faxaflóa er nú til sýnis. Ýmsir erlendir fjölmiðlar hafa sýnt málinu áhuga.

Sovésk „sveitalögga“ á botni Faxaflóa

Filmur sem fundust á botni Faxaflóa fyrr í þessum mánuði eru úr sovéskri bíómynd frá árinu 1968. Starfsmenn Kvikmyndasafns Íslands hafa þurrkað filmurnar og skoðað þær síðustu daga. RÚV greinir frá.

„Verstöðin Ísland“ endurunnin og gefin út á ný

Heimildamyndabálkurinn Verstöðin Ísland, sem upphaflega kom út í fjórum hlutum 1992, verður endurunnin í stafrænu formi og gefin út á ný innan skamms. Myndaflokkurinn, sem gerður var af Erlendi Sveinssyni, Sigurði Sverri Pálssyni og Þórarni Guðnasyni, hefur ekki verið fáanlegur um árabil en nú er um aldarfjórðungur frá því að verkið var frumsýnt í Háskólabíói.

Kvikmyndasafnið fær fullan umráðarétt yfir kvikmyndum Óskars Gíslasonar

Síðastliðinn föstudag, 15. apríl, afhenti fjölskylda Óskars Gíslasonar, kvikmyndagerðarmanns og brautryðjanda í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar, þjóðinni til eignar allar kvikmyndir hans sem og mikið safn gagna og margvíslegra gripa sem Óskar lét eftir sig.

Eru fjölmargar íslenskar kvikmyndir glataðar að eilífu?

Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands bregst við ummælum forseta Félags kvikmyndatökustjóra um ófremdarástand í varðveislumálum kvikmynda. Hann bendir á að Kvikmyndasafnið vinni markvisst að því verkefni þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og að mikilvægt sé að horfa á heildarmyndina - sem er ekki eins svört og dregin hefur verið upp þó vissulega þurfi meira til.

Hvernig koma skal kvikmyndaarfinum hratt og örugglega inn í nútímann

Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands svarar bréfi Bergsteins Björgúlfssonar forseta Félags íslenskra kvikmyndatökustjóra: það er verið að vinna mjög markvisst í varðveislumálunum innan þess ramma sem fjárhagur leyfir, segir hann og bendir jafnframt á frekari lausnir sem bjóðast.

Kvikmyndasafnið leitar að týndum íslenskum myndum

Nú stendur yfir átak á vegum Kvikmyndasafnsins og Kvikmyndamiðstöðvar að hafa uppi á öllum íslenskum kvikmyndum á filmu, sem enn kunna að leynast á kvikmyndavinnustofum erlendis. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu/Vísi.

Erlendur: Safnið á nýjum byrjunarreit

Erlendur Sveinsson, nýráðinn forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands, segist á Fésbókarsíðu sinni sjá fyrir sér þrjú höfuðverkefni í starfi sínu; að koma safninu inní stafrænu öldina, að miðla safnkostinum sem best til þjóðarinnar og tryggja að ungt fólk taki við merkinu þegar hann láti af störfum.

Erlendur Sveinsson ráðinn forstöðumaður Kvikmyndasafnsins

Erlendur Sveinsson hefur verið skipaður í embætti forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands til fimm ára frá 1. október nk. að telja en hann var settur forstöðumaður safnsins árið 2012. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Kvikmyndasafnið: Erlendur verður meðal umsækjenda

Líkt og Klapptré sagði frá hefur starf forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 25. júní. Erlendur Sveinsson, starfandi forstöðumaður, staðfestir í samtali við Klapptré að hann muni verða meðal umsækjenda.

„Draumurinn um veginn“ sýndur í heild í Sjónvarpinu yfir páskana

Þessi heimildamyndabálkur Erlends Sveinssonar fjallar um pílagrímsgöngu rithöfundarins Thors Vilhjálmssonar til Santiago de Compostela á Norður-Vestur Spáni. Thor gengur inn í heim pílagrímavegarins og aðlagast honum eftir því sem á gönguna líður. Thor var áttræður þegar hann gekk þessa 800 kílómetra leið árið 2005 en hann lést 2. mars árið 2011.

Viðhorf | Sjö punktar um Paradís og Mekka

"Tilraun þín til að lýsa Bæjarbíói og Bíó Paradís sem óskyldum fyrirbrigðum er líka ótrúverðug fyrir þá sök að dagskrá Bíó Paradísar er einmitt að mörgu leyti eins og safnabíó Kvikmyndasafnsins ætti að vera," segir Ásgrímur Sverrisson meðal annars í svari sínu til Erlendar Sveinssonar forstöðumanns Kvikmyndasafnsins (sjá Bíó Paradís og baráttan um Bæjarbíó).

Viðhorf | Bíó Paradís og baráttan um Bæjarbíó

Verði ekki af samkomulagi milli Hafnarfjarðar og ríkisins um áframhaldandi kvikmyndasýningar þá leggjast þær af í Bæjarbíói eins og fram hefur komið en þær flytjast ekki inn í Bíó Paradís, segir Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands í ítarlegri grein þar sem hann fer yfir stöðuna í málefnum Bæjarbíós.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR