HeimEfnisorðÉg man þig

Ég man þig

79 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2017

Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.

[Könnun] Veldu bestu íslensku myndirnar 2017

Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.

„Ég man þig“ fær góð viðbrögð vestanhafs

Ég man þig Óskars Þórs Axelssonar er nú sýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Myndin fær fín viðbrögð nokkurra bandarískra gagnrýnenda og er sem stendur með 100% skor á vefnum Rotten Tomatoes.

„Ég man þig“ verðlaunuð í Þýskalandi

Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson hlaut aðalverðlaunin á þýsku kvikmyndahátíðinni Fantasy Film Fest en tíu kvikmyndir tóku þátt í aðalkeppninni.

Aðsókn | 30 þúsund á „Undir trénu“ eftir fjórðu helgi

Rúmlega 30 þúsund gestir hafa nú sé Undir trénu eftir fjórðu sýningarhelgi. Myndin er áfram í öðru sæti aðsóknarlistans. Vetrarbræður fer mjög rólega af stað en hún var frumsýnd á RIFF um helgina.

Aðsókn | 26 þúsund á „Undir trénu“ eftir þriðju helgi

Undir trénu heldur áfram að gera það gott í kvikmyndahúsum en nú hafa 26 þúsund manns séð myndina eftir þriðju sýningarhelgi. Myndin er í öðru sæti aðsóknarlistans.

Aðsókn | 18 þúsund á „Undir trénu“ eftir aðra helgi

Undir trénu nýtur áfram góðrar aðsóknar en nú hafa um 18 þúsund manns séð myndina eftir aðra sýningarhelgi. Myndin fer úr öðru sæti í það fyrsta.

Kvikmyndir.is um „Ég man þig“: Glæpasaga með hryllingsívafi

Hildur Harðardóttir skrifar á Kvikmyndir.is um Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson og segir meðal annars: "Skipting á borð við þessa þar sem stokkið er á milli frásagna er ekki ný af nálinni í kvikmyndum, en hún er vandmeðfarin. Hvernig sögurnar tvær tengjast er vissulega óvenjulegt á skemmtilegan hátt, en þetta uppbrot heftir flæði frásagnarinnar."

„Ég man þig“ seld um allan heim

Sölufyrirtækið TrustNordisk hefur tilkynnt um sölur á Ég man þig Óskars Þórs Axelssonar víða um heim í kjölfar Cannes hátíðarinnar. Myndin fer meðal annars til Norður-Ameríku (IFC Films), Frakklands (Swift), Japans (Gaga), Rómönsku Ameríku (California Filmes) og Víetnam (Green Media).

Engar stjörnur um „Ég man þig“: Gárað í yfirborð þjóðsagnahylsins

Katrín Vinther Reynisdóttir kvikmyndafræðinemi skrifar fyrir Engar stjörnur, gagnrýnendaverkefni Kvikmyndafræði Háskóla Íslands, um Ég man þig. Varað er við spilliefnum (spoilers) í umsögninni.

Fréttablaðið um „Ég man þig“: Stílrænn óhugnaður en takmarkaður hrollur

"Samsetningin er á yfirborðinu í toppstandi og leikurinn traustur, en holótt saga og stíf samtöl draga aðeins úr kraftinum," skrifar Tómas Valgeirsson í Fréttablaðið um Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson. Hann gefur myndinni þrjár stjörnur.

Lestin á RÚV um „Ég man þig“: Sterk glæpasaga en slappur hrollur

Kvikmyndarýnir Lestarinnar, Gunnar Theódór Eggertsson, telur Ég man þig vera frambærilega glæpasögu en reimleikarnir í myndinni nái þó aldrei almennilegu flugi.

„Ég man þig“ líkleg til að fá góða aðsókn en spurning með blíðviðrið um opnunarhelgina

Sýningar á spennumyndinni Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson hefjast í dag. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur og merkja má allmikla eftirvæntingu hjá almenningi gagnvart verkinu. Það er því líklegt að hún fái góða aðsókn en spurningin er hvaða áhrif fyrsta blíðviðrishelgi ársins muni hafa á opnunartölurnar.

Studiocanal kaupir Bretlandsréttinn á „Ég man þig“

Sölufyrirtækið TrustNordisk hefur gengið frá sölu á dreifingarrétti í Bretlandi á kvikmynd Óskars Þórs Axelssonar, Ég man þig, til Studiocanal. Einnig hefur myndin verið seld til þýskumælandi svæða, Ungverjalands og Tyrklands.

TrustNordisk höndlar „Ég man þig“

Danska sölufyrirtækið TrustNordisk mun sjá um sölu kvikmyndarinnar Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson á alþjóðavísu. Myndin er væntanleg á næsta ári. Zik Zak kvikmyndir og Sigurjón Sighvatsson framleiða.

Þessar bíómyndir og leiknu þáttaraðir eru væntanlegar á næstu misserum

Á þriðja tug íslenskra kvikmynda og þáttaraða er nú á mismunandi stigum vinnslu, allt frá því að vera í fjármögnunar- og/eða undirbúningsferli til þess að vera nýkomnar út og í sýningum. Hér er yfirlit yfir nýjar og væntanlegar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir á þessu og næsta ári, en nokkuð víst er að fleiri verkefni eigi eftir að bætast við.

Tökur á „Ég man þig“ hefjast í næsta mánuði, Ágústa Eva og Þorvaldur Davíð í aðalhlutverkum

Tökur á mynd Óskars Þórs Axelssonar, Ég man þig, hefjast í næsta mánuði á Hesteyri á Vestfjörðum. Byggt er á samnenfdri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Ágústa Eva Erlendsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson fara með aðalhlutverkin. Zik Zak framleiðir ásamt Sigurjóni Sighvatssyni.

Óskar Þór Axelsson gerir „Ég man þig“

Óskar Þór Axelsson hefur fengið 90 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð til að gera spennumyndina Ég man þig eftir skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Sigurjón Sighvatsson og Zik Zak kvikmyndir framleiða.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR