HeimEfnisorðDome Karukoski

Dome Karukoski

„Tom of Finland“ framlag Finna til Óskars

Tom of Finland eftir Dome Karukoski hefur verið valin framlag Finna til Óskarsverðlaunanna. Ingvar Þórðarson og Sophie Mahlo, sem reka framleiðslufyrirtækið Neutrinos Productions í Berlín, eru meðframleiðendur myndarinnar. Þá semur Hildur Guðnadóttir tónlist myndarinnar og Þorsteinn Bachmann fer með eitt hlutverkanna.

„Tom of Finland“ verðlaunuð í Gautaborg

Tom of Finland eftir Dome Karukoski hlaut FIPRESCI verðlaunin á Gautaborgarhátíðinni sem lýkur í dag. Ingvar Þórðarson er einn meðframleiðenda myndarinnar en aðrir Íslendingar sem koma að myndinni eru tónskáldið Hildur Guðnadóttir og leikarinn Þorsteinn Bachman.

Ingvar Þórðarson einn meðframleiðenda „Tom of Finland“

Ingvar Þórðarson og Sophie Mahlo, sem reka framleiðslufyrirtækið Neutrinos Productions í Berlín, eru meðframleiðendur á nýjustu mynd finnska leikstjórans Dome Karukoski, Tom of Finland. Ingvar var einnig meðframleiðandi síðustu myndar Karukoski, The Grump, ásamt Júlíusi Kemp.

Finnsk/íslenska metsölumyndin „Nöldurseggurinn“ frumsýnd 5. mars í Háskólabíói

Ein vinsælasta mynd Finna frá upphafi, Mielensäpahoittaja eða Nöldurseggurinn, verður frumsýnd með viðhöfn í Háskólabíói næsta fimmtudag og verða leikstjóri hennar, Dome Karukoski, og höfundur bókanna sem myndin er byggð á, Tuomas Kyrö, viðstaddir. Meðframleiðendur myndarinnar eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp og Hilmar Örn Hilmarsson semur tónlist.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR