HeimEfnisorðBakk

Bakk

Greining | „Hrútar“ komin yfir sextán þúsund gesti

Aðsókn á Hrúta Gríms Hákonarsonar er áfram á fínu róli eftir sjöundu sýningarhelgi. Myndin er í sjöunda sæti aðsóknarlistans en 454 sáu myndina um helgina og alls 1.005 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 16.327 manns.

Greining | Yfir fimmtán þúsund á „Hrúta“

Aðsókn á Hrúta Gríms Hákonarsonar er áfram á með ágætum að lokinni sjöttu sýningarhelgi. Myndin er í sjötta sæti aðsóknarlistans en 409 sáu myndina um helgina og alls 1.211 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 15.277 manns.

Greining | „Albatross“ svífur af stað, áfram góður stígandi hjá „Hrútum“

Albatross í sjöunda sæti eftir frumsýningarhelgina og góðan forsýningasprett með alls 2.825 gesti. Áfram góður stígandi hjá Hrútum sem komin er fast að þrettán þúsund manns eftir fjórðu sýningarhelgi. 

Greining | „Bakk“ komin á sjötta þúsundið

Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, er áfram í þriðja sæti aðsóknarlista FRÍSK, en 1.575 manns sáu hana í vikunni sem leið.

Greining | Fínn gangur á „Bakk“

Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, heldur ágætlega milli sýningarhelga, en rúmlega ellefu hundruð manns sáu hana um helgina.

Rás 2 um „Bakk“: Vel heppnuð og hugguleg sumarmynd

Hulda G. Geirsdóttir fjallaði um Bakk Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar í Popplandi Rásar 2 og segir myndina hlýlega, skemmtilega og fyrirtaks afþreyingu fyrir fólk á flestum aldri.

DV um „Bakk“: Spólað í sama farinu

Valur Gunnarsson skrifar í DV um kvikmynd Davíðs Óskars Ólafssonar og Gunnars Hanssonar, Bakk - og segir hana mögulega virka fyrir einhverja sem létta og skemmtilega sumarskemmtun.

Greining | „Bakk“ í öðru sæti eftir opnunarhelgina

Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, fékk 1.338 gesti á frumsýningarhelginni en alls 2.088 með forsýningum. Þetta er á pari við frumsýningarhelgi Fúsa Dags Kára í mars, en sú mynd er nú í fimmta sætinu á aðsóknarlista FRÍSK eftir nýliðna sýningarhelgi og er heildaraðsókn að nálgast tíu þúsundin eftir sjö sýningarhelgar.

Fréttablaðið um „Bakk“: Vellíðunarinnspýting fyrir sumarið

Kjartan Már Ómarsson skrifar umsögn í Fréttablaðið um kvikmyndina Bakk eftir Gunnar Hansson og Davíð Óskar Ólafsson. Hann er hinn ánægðasti og gefur myndinni fimm stjörnur af fimm mögulegum.

Sýningar á „Bakk“ hefjast á morgun, föstudag

Almennar sýningar á gamanmyndinni Bakk eftir Gunnar Hansson og Davíð Óskar Ólafsson hefjast á morgun. Myndin var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöldi fyrir fullu húsi og við góðar undirtektir.

Allt að 12 íslenskar bíómyndir í ár?

Útlit er fyrir metár í frumsýningum íslenskra bíómynda, en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum gætu allt að 12 íslenskar kvikmyndir ratað á bíótjöld í ár.

Ný stikla fyrir „Bakk“

Kvikmyndin Bakk í leikstjórn Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar verður frumsýnd 8. maí. Ný stikla myndarinnar hefur verið opinberuð og má sjá hér.

„Bakk“ plakatið er hér, frumsýning í byrjun maí

Plakat kvikmyndarinnar Bakk hefur verið afhjúpað. Ómar Hauksson er hönnuður en Árni Filippusson, sem jafnframt er tökumaður og einn framleiðenda myndarinnar, sá um myndatöku. Bakk verður frumsýnd í byrjun maí.

„Bakk“ stiklan er hér

Stikla fyrir kvikmyndina Bakk í leikstjórn Davíðs Óskars Ólafssonar og Gunnars Hanssonar hefur verið opinberuð. Fyrirhugað er að sýna myndina á vormánuðum.

„Bakk“ kitlan er hér

Kitla gamanmyndarinnar Bakk í leikstjórn Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar hefur verið opinberuð og má skoða hana hér. Áætlað er að frumsýna myndina um næstu páska.

Bíómyndin „Bakk“ í tökur í ágúst

Tökur á bíómyndinni Bakk í leikstjórn Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, hefjast í ágústbyrjun og standa fram í september. Myndin segir frá tveimur æskuvinum sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar langveikum börnum. 
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR