Aðsókn á Hrúta Gríms Hákonarsonar er áfram á fínu róli eftir sjöundu sýningarhelgi. Myndin er í sjöunda sæti aðsóknarlistans en 454 sáu myndina um helgina og alls 1.005 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 16.327 manns.
Aðsókn á Hrúta Gríms Hákonarsonar er áfram á með ágætum að lokinni sjöttu sýningarhelgi. Myndin er í sjötta sæti aðsóknarlistans en 409 sáu myndina um helgina og alls 1.211 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 15.277 manns.
Albatross í sjöunda sæti eftir frumsýningarhelgina og góðan forsýningasprett með alls 2.825 gesti. Áfram góður stígandi hjá Hrútum sem komin er fast að þrettán þúsund manns eftir fjórðu sýningarhelgi.
Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, heldur ágætlega milli sýningarhelga, en rúmlega ellefu hundruð manns sáu hana um helgina.
Hulda G. Geirsdóttir fjallaði um Bakk Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar í Popplandi Rásar 2 og segir myndina hlýlega, skemmtilega og fyrirtaks afþreyingu fyrir fólk á flestum aldri.
Valur Gunnarsson skrifar í DV um kvikmynd Davíðs Óskars Ólafssonar og Gunnars Hanssonar, Bakk - og segir hana mögulega virka fyrir einhverja sem létta og skemmtilega sumarskemmtun.
Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, fékk 1.338 gesti á frumsýningarhelginni en alls 2.088 með forsýningum. Þetta er á pari við frumsýningarhelgi Fúsa Dags Kára í mars, en sú mynd er nú í fimmta sætinu á aðsóknarlista FRÍSK eftir nýliðna sýningarhelgi og er heildaraðsókn að nálgast tíu þúsundin eftir sjö sýningarhelgar.
Kjartan Már Ómarsson skrifar umsögn í Fréttablaðið um kvikmyndina Bakk eftir Gunnar Hansson og Davíð Óskar Ólafsson. Hann er hinn ánægðasti og gefur myndinni fimm stjörnur af fimm mögulegum.
Almennar sýningar á gamanmyndinni Bakk eftir Gunnar Hansson og Davíð Óskar Ólafsson hefjast á morgun. Myndin var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöldi fyrir fullu húsi og við góðar undirtektir.
Útlit er fyrir metár í frumsýningum íslenskra bíómynda, en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum gætu allt að 12 íslenskar kvikmyndir ratað á bíótjöld í ár.
Kvikmyndin Bakk í leikstjórn Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar verður frumsýnd 8. maí. Ný stikla myndarinnar hefur verið opinberuð og má sjá hér.
Plakat kvikmyndarinnar Bakk hefur verið afhjúpað. Ómar Hauksson er hönnuður en Árni Filippusson, sem jafnframt er tökumaður og einn framleiðenda myndarinnar, sá um myndatöku. Bakk verður frumsýnd í byrjun maí.
Stikla fyrir kvikmyndina Bakk í leikstjórn Davíðs Óskars Ólafssonar og Gunnars Hanssonar hefur verið opinberuð. Fyrirhugað er að sýna myndina á vormánuðum.
Kitla gamanmyndarinnar Bakk í leikstjórn Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar hefur verið opinberuð og má skoða hana hér. Áætlað er að frumsýna myndina um næstu páska.
Tökur á bíómyndinni Bakk í leikstjórn Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, hefjast í ágústbyrjun og standa fram í september. Myndin segir frá tveimur æskuvinum sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar langveikum börnum.