HeimEfnisorðAllan Hunter

Allan Hunter

Screen um WOLKA: Vel gerður þriller

Allan Hunter gagnrýnandi ScreenDaily skrifar um Wolka Árna Ólafs Ásgeirssonar sem tekur þátt í Kvikmyndahátíðinni í Hamborg þessa dagana, en verður frumsýnd á RIFF á morgun. Hunter segir myndina bera hæfileikum Árna Ólafs vitni og kallar hana vel gerðan þriller með þungri undiröldu sem sé ágætlega söluvænleg.

Screen um „Héraðið“: Áhorfendavæn baráttusaga

Allan Hunter hjá Screen skrifar um Héraðið Gríms Hákonarsonar frá Toronto hátíðinni og segir hana baráttusögu í anda mynda Frank Capra, sem sé vel til þess fallin að koma í kjölfar annarrar baráttumyndar frá Íslandi, Kona fer í stríð.

Screen um „Andið eðlilega“: Lágstemmd, hjartnæm og örugg

Fyrsta umsögn um Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur hefur birst hjá Screen. Myndin verður frumsýnd á mánudag á Sundance hátíðinni en gagnrýnendasýning hefur þegar farið fram. Allan Hunter, gagnrýnandi Screen, segir myndina lágstemmda, hjartnæma og framsetta af öryggi.

Screen um „Vetrarbræður“: Ójafnt sálfræðidrama

"Sumt í úrvinnslu og leik er afar sannfærandi, en þunn frásögn og vandræðalegir hugarflugskaflar gera það að verkum að myndin verður ekki að sterkri heild," segir Allan Hunter hjá Screen um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar. Hann spáir því að myndin muni vekja áhuga þeirra hátíða sem leggja áherslu á nýtt hæfileikafólk.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR