Niðurstöður úttektar breska ráðgjafafyrirtækisins Olsberg SPI um efnahagslegan ávinning af íslenska kvikmyndaendurgreiðslukerfinu, sem kynntar voru á kvikmyndaráðstefnu í Hörpu þann 5. apríl, hafa verið opinberaðar.
Endurgreiðslur vegna sjónvarps- og kvikmyndaverkefna gætu numið 7,6 milljörðum á þessu ári. Þetta kemur fram í áhættumati fjármálaráðuneytisins sem kynnt var fyrir fjárlaganefnd Alþingis í vikunni.
Umræða um það helsta sem íslenski kvikmyndabransinn gekk í gegnum á árinu 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðanda, leikstjóra og stjórnanda Skjaldborgarhátíðarinnar og Ragnari Bragasyni leikstjóra, handritshöfundi og formanni Samtaka kvikmyndaleikstjóra.
"Vonandi verður hægt að finna gistingu handa öllum," segir Garðar Örn Úlfarsson í leiðara Fréttablaðsins um fyrirhugað kvikmyndastórverkefni og hækkun á endurgreiðslu. Hann bætir við: "Að minnsta kosti verða kvikmyndagerðarmenn sem eru að taka upp íslenskt efni ekki að þvælast jafn mikið fyrir og áður því framlag ríkisins í Kvikmyndasjóð til þeirra verður lækkað um 433 milljónir króna á næsta ári og verður 1.095 milljónir."
Tökur á fjórðu syrpu þáttaraðarinnar True Detective hefjast hér á landi í október og standa í níu mánuði. True North þjónustar verkefnið, sem er langstærsta einstaka kvikmyndaverkefni sem hér hefur verið unnið.