spot_img
HeimEfnisorð35% endurgreiðsla

35% endurgreiðsla

Kvikmyndastefnan í framkvæmd: dregið úr vægi íslenskrar kvikmyndagerðar, aukið vægi erlendra þjónustuverkefna

Í Kvikmyndastefnunni frá 2020 var fyrsta mál að efla Kvikmyndasjóð, meginstoð íslenskrar kvikmyndagerðar. Það byrjaði vel en nú, fjórum árum síðar, hefur hann verið skorinn hressilega niður og hefur ekki verið minni síðan niðurskurðarárið 2014. Um leið hefur endurgreiðsluhlutfall verið hækkað verulega til að auka samkeppnishæfni Íslands varðandi erlend stórverkefni. Stækkun þessarar hliðarstoðar nýtur stuðnings í greininni en gríðarlegur niðurskurður Kvikmyndasjóðs er ekki það sem Kvikmyndastefnan gengur útá.

Mikil efnahagsleg umsvif fylgja endurgreiðslunni en vandi fylgir einnig

Niðurstöður úttektar breska ráðgjafafyrirtækisins Olsberg SPI um efnahagslegan ávinning af íslenska kvikmyndaendurgreiðslukerfinu, sem kynntar voru á kvikmyndaráðstefnu í Hörpu þann 5. apríl, hafa verið opinberaðar.

Endurgreiðslur gætu numið 7,6 milljörðum á þessu ári

Endurgreiðslur vegna sjónvarps- og kvikmyndaverkefna gætu numið 7,6 milljörðum á þessu ári. Þetta kemur fram í áhættumati fjármálaráðuneytisins sem kynnt var fyrir fjárlaganefnd Alþingis í vikunni.

Uppgjör ársins 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur og Ragnari Bragasyni

Umræða um það helsta sem íslenski kvikmyndabransinn gekk í gegnum á árinu 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðanda, leikstjóra og stjórnanda Skjaldborgarhátíðarinnar og Ragnari Bragasyni leikstjóra, handritshöfundi og formanni Samtaka kvikmyndaleikstjóra.

Fréttablaðið skrifar um 35% endurgreiðsluna og niðurskurð Kvikmyndasjóðs

"Vonandi verður hægt að finna gistingu handa öllum," segir Garðar Örn Úlfarsson í leiðara Fréttablaðsins um fyrirhugað kvikmyndastórverkefni og hækkun á endurgreiðslu. Hann bætir við: "Að minnsta kosti verða kvikmyndagerðarmenn sem eru að taka upp íslenskt efni ekki að þvælast jafn mikið fyrir og áður því framlag ríkisins í Kvikmyndasjóð til þeirra verður lækkað um 433 milljónir króna á næsta ári og verður 1.095 milljónir."

TRUE DETECTIVE þættirnir verða stærsta kvikmyndaverkefni tekið upp á Íslandi

Tökur á fjórðu syrpu þáttaraðarinnar True Detective hefjast hér á landi í október og standa í níu mánuði. True North þjónustar verkefnið, sem er langstærsta einstaka kvikmyndaverkefni sem hér hefur verið unnið.

Hvaða verk í undirbúningi falla undir 35% endurgreiðsluna og hver ekki?

35% endurgreiðslan er hugsuð fyrir stærri verkefni og þá ekki síst af erlendum toga. Ljóst er þó að ýmsar innlendar bíómyndir og þáttaraðir falla undir hækkaða endurgreiðslu.

35% endurgreiðsla samþykkt: 350 mkr. gólf, 30 töku- og eftirvinnsludagar, 50 starfsmenn

Alþingi hefur samþykkt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á hlutfalli tímabundinna endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

Lagt til að gólf verði hækkað í 350 milljónir króna vegna 35% endurgreiðslu

Í breytingatillögum Atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps um 35% endurgreiðslu er lagt til að lágmark framleiðslukostnaðar verði 350 milljónir króna í stað 200 milljóna eins og lagt er til í frumvarpinu. Atkvæði verða greidd um frumvarpið í dag samkvæmt dagskrá Alþingis.

Ágreiningur um útfærslu 35% endurgreiðslu

Ágreiningur er innan stjórnkerfisins um útfærslu 35% endurgreiðslunnar, en frumvarp þar að lútandi er nú til meðferðar Alþingis. Fjármálaráðuneytið segir samráð hafa skort og undirbúning ónægan, auk þess sem það sé ófjármagnað. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra vísar þessu á bug.

Verður endurgreiðslan hækkuð?

Orðrómur er á kreiki um að hækkun á endurgreiðslum til kvikmyndagerðar verði meðal atriða í væntanlegum stjórnarsáttmála. Framsóknarflokkurinn hefur lýst þeim vilja sínum að þær verði hækkaðar í 35%, en þessar hugmyndir mæta einnig andstöðu innan stjórnarflokkana.

Styðja hugmyndir um hækkun endurgreiðslu

Forsvarsfólk nokkurra stærstu kvikmyndafélaganna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir stuðningi við hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar í 35%.

Framsókn sér fyrir sér að auka endurgreiðslur í 35%

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son formaður Framsóknarflokksins seg­ir tæki­færi fel­ast í því að auka end­ur­greiðslur á kostnaði stórra kvik­mynda­verk­efna hér á landi í 35%. Þetta kemur fram í Dagmálum, þjóðmálaþætti Morgunblaðsins.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR