Útskriftarsýningar verða tvær í dag í Bíó Paradís, kl. 16.30 og 19.
„Það eru langþráð og mikilvæg tímamót þegar Listaháskólinn útskrifar nemendur í kvikmyndalist, þessir nemendur munu láta að sér kveða í framtíðinni, auðga og styrkja menningarlíf okkar allra“, segir Kristín Eysteinsdóttir, rektor LHÍ, í viðtali við Morgunblaðið.
Útskriftarnemendurnir í ár eru Alvin Hugi Ragnarsson, Jóna Gréta Hilmarsdóttir, Konráð Kárason Þormar, Markús Loki Gunnarsson, Salvör Bergmann, Samúel Lúkas Rademaker, Signý Rós Ólafsdóttir, Svavar Burgundy Þórólfsson og Vigdís Ósk Howser Harðardóttir.