Útskriftarsýning Kvikmyndalistadeildar í fyrsta sinn í dag

Fyrsti ár­gang­ur­inn með BA-próf frá kvik­myndal­ista­deild Lista­há­skóla Íslands út­skrif­ast í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem fólk öðlast há­skóla­gráðu í kvik­mynda­gerð frá ís­lensk­um há­skóla.

Útskriftarsýningar verða tvær í dag í Bíó Paradís, kl. 16.30 og 19.

„Það eru langþráð og mik­il­væg tíma­mót þegar Lista­há­skól­inn út­skrif­ar nem­end­ur í kvik­myndal­ist, þess­ir nem­end­ur munu láta að sér kveða í framtíðinni, auðga og styrkja menn­ing­ar­líf okk­ar allra“, seg­ir Krist­ín Ey­steins­dótt­ir, rektor LHÍ, í viðtali við Morgunblaðið.

Útskrift­ar­nem­end­urn­ir í ár eru Al­vin Hugi Ragn­ars­son, Jóna Gréta Hilm­ars­dótt­ir, Kon­ráð Kára­son Þorm­ar, Markús Loki Gunn­ars­son, Sal­vör Berg­mann, Samú­el Lúkas Radema­ker, Signý Rós Ólafs­dótt­ir, Svavar Burg­un­dy Þórólfs­son og Vig­dís Ósk Howser Harðardótt­ir.

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR