Halla Ólafsdóttir og Amanda Apetrea eru verðlauna danshöfundar sem vinna oft sem tvíeykið Beauty & Beast. Í verkum sínum ögra þær bæði sýnilegum og ósýnilegum reglum feðraveldisins. Þegar #metoo brýst út á sama tíma og stóri túrinn þeirra virðist lífið loks vera endurspegla listina. Úti er ævintýri – eða?
[Stikla] Dansa til að ögra feðraveldinu í HASHTAG TÚR, frumsýnd á Skjaldborg
Heimildamyndin Hashtag túr eftir Margréti Seema Takyar verður frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni um hvítasunnuna.