Kvikmyndablaðamaðurinn Davide Abbatescianni skrifar í Nordic Film and TV News um nýafstaðna Skjaldborgarhátíð. Abbatescianni flutti einnig fyrirlestur á hátíðinni þar sem veitti innsýn í heim kvikmyndablaðamennsku og hvernig best megi tryggja umfjöllun verka.
Heimildamynd Ásdísar Thoroddsen, Frá ómi til hljóms-tónlistin á dögum Sveins Þórarinssonar amtskrifara, verður frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði um hvítasunnuna.
Myndaval Skjaldborgarhátíðarinnar 2025 hefur verið opinberað. Alls verða 18 myndir frumsýndar, þar af 5 í fullri lengd og 13 styttri heimildamyndir. Auk þess verða fimm verk í vinnslu kynnt. Hátíðin verður haldin um hvítasunnuhelgina á Patreksfirði dagana 6.-9. júní.
Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda fer fram í 18. sinn á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina, 6.-9. júní. Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir verk til frumsýningar og verk í vinnslu til kynningar á hátíðinni.