Á vef Kvikmyndamiðstöðvar er fjallað um heimsókina.
Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar, til Svíþjóðar stóð yfir í vikunni sem leið. Karl Gústaf XVI. konungur Svíþjóðar og Silvía drottning buðu til heimsóknarinnar og var markmið hennar að styrkja tengsl landanna og vinna að frekara samstarfi á ýmsum sviðum, þar á meðal kvikmyndagerðar.
Í tilefni heimsóknarinnar var sendinefnd á sviði sjónvarps- og kvikmyndagerðar með í för. Tók hún þátt í dagskrá, ásamt sænskum fyrirtækjum á sviði sjónvarps- og kvikmyndagerðar, sem skipulögð var í samstarfi Sænsku stofnunarinnar og Sænsku kvikmyndastofnunarinnar við Sendiráð Íslands í Stokkhólmi, Kvikmyndamiðstöð Íslands og Film in Iceland. Markmiðið var að treysta tengslin milli kvikmyndageira Íslands og Svíþjóðar og skapa ný tækifæri til frekara samstarfs milli beggja landa.
Í sendinefndinni voru Gísli Snær Erlingsson (forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands), Helgi Felixson (Felix films), Andri Ómarsson (Glassriver), Anna G. Magnúsdóttir og Anders Granström (Film Partner Iceland/Little Big Productions), Kjartan Þórðarson (Sagafilm Nordic), Gunnar Sigurðsson (Samtök iðnaðarins), Anton Máni Svansson (STILL VIVID), Erlendur Sveinsson (Sensor.tv) og Davíð Ó. Ólafsson (True North).
Í íslensku ríkisheimsókninni hlaut sænska kvikmyndastofnunin þann heiður að skipuleggja viðburð ásamt sænsku stofnuninni í gær, þar sem íslensku forsetahjónin, konungshjónin og menntamálaráðherra voru viðstaddir.
Þar var smakkað á sænsk-íslensku kvikmynda- og sjónvarpsþáttasamstarfi, ræður menntamálaráðherra og kynning á kvikmyndahlutum meðal annars úr Hrafninum flýgur (1984).