Hlynur um stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð: Hef ekki hugmynd um hvernig við höldum áfram

Hlynur Pálmason ræðir við Variety um mynd sína Ástin sem eftir er, sem verður frumsýnd á Cannes hátíðinni á sunnudag. Hann gerir einnig stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð að umtalsefni og líst ekki á blikuna.

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Hlynur ræðir stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð og er ómyrkur í máli vegna hins mikla niðurskurðar á Kvikmyndasjóði á undanförnum árum, sem óvíst er enn hvort bætt verði úr.

„Ég hef ekki hugmynd um hvernig við ætlum að halda áfram,“ segir hann í viðtalinu. „Síðustu tvö ár hafa verið erfið. Grundvöllurinn í kvikmyndagerð okkar hefur verið mjög ótraustur og það er mjög erfitt að þróa eitthvað yfir langan tíma. Ég hef farið þá leið að gera til skiptis íslenska mynd og danska (Hlynur lærði og bjó í Danmörku í 10 ár og næsta mynd hans, Á landi og sjó, verður fjármögnuð að mestu leyti af Dönum). Það er eina leiðin til að lifa af og við erum ekki einu sinni að gera dýrar myndir.“
HEIMILDVariety
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR