Segir meðal annars í yfirlýsingunni:
Þá segir einnig að drögin leiði í ljós mikilvægi þess að tryggja réttindi og heiður höfunda, þegar verk þeirra eru nýtt til að knýja nýsköpun án eðlilegrar virðingar og endurgjalds.
Á bak við yfirlýsinguna standa sextíu þúsund handritshöfundar um allan heim, sem vilja tryggja að tækniframfarir verði ekki á kostnað réttinda höfunda og virðingu fyrir verkum þeirra.
Helstu kröfur eru eftirfarandi:
-Aðgengilegar leiðir fyrir höfunda til að undanskilja eigin verk frá nýtingu.
-Afdráttarlaus viðurkenning á virðingarrétti höfunda (moral rights).
-Settur verði lagarammi um opin gervigreindarlíkön.
-Aukið eftirlit með litlum og meðalstórum fyrirtækjum á þessu sviði.
-Settur verði á fót alþjóðlegur aðgengilegur gagnabanki um höfundarréttindi.
Yfirlýsinguna í heild má lesa hér á pdf formi.