Alþjóðasamtök handritshöfunda álykta um notkun gervigreindar

Samtök evrópskra handritshöfunda (FSE) og Alþjóðasamband handritshöfundafélaga (IAWG) hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu til að bregðast við nýjustu drögum Evrópusambandsins að reglum um gervigreind. Þar er hvatt til þess að réttindi handritshöfunda verði virt gagnvart notkun gervigreindar.

Segir meðal annars í yfirlýsingunni:

Að gefa eftir réttindi í dag í nafni framfara jafngildir því að samþykkja algera gleymsku á morgun í nafni gróða. Sameinumst um að nýsköpun og listræn sköpun gangi hönd í hönd og verndum sögurnar sem móta menningu okkar allra.

Þá segir einnig að drögin leiði í ljós mikilvægi þess að tryggja réttindi og heiður höfunda, þegar verk þeirra eru nýtt til að knýja nýsköpun án eðlilegrar virðingar og endurgjalds.

Á bak við yfirlýsinguna standa sextíu þúsund handritshöfundar um allan heim, sem vilja tryggja að tækniframfarir verði ekki á kostnað réttinda höfunda og virðingu fyrir verkum þeirra.

Helstu kröfur eru eftirfarandi:

-Aðgengilegar leiðir fyrir höfunda til að undanskilja eigin verk frá nýtingu.
-Afdráttarlaus viðurkenning á virðingarrétti höfunda (moral rights).
-Settur verði lagarammi um opin gervigreindarlíkön.
-Aukið eftirlit með litlum og meðalstórum fyrirtækjum á þessu sviði.
-Settur verði á fót alþjóðlegur aðgengilegur gagnabanki um höfundarréttindi.

Yfirlýsinguna í heild má lesa hér á pdf formi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR