Samtök evrópskra handritshöfunda (FSE) og Alþjóðasamband handritshöfundafélaga (IAWG) hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu til að bregðast við nýjustu drögum Evrópusambandsins að reglum um gervigreind. Þar er hvatt til þess að réttindi handritshöfunda verði virt gagnvart notkun gervigreindar.
Einn af kunnustu framleiðendum Þjóðverja, Max Wiedemann (The Lives of Others, Netflix serían Dark), ræðir um þróunina í gervigreind og það sem gæti verið framundan í kvikmyndagreininni í þeim efnum við Nordic Film and TV News.
Gervigreindartæknin (AI) er komin fram á sjónarsviðið með fítonskrafti og væntanlega ekki fréttir fyrir flesta lesendur Klapptrés. Spurningar um hvað eigi að gera við þessa tækni og hvernig skuli nota hana eru framarlega í hugum margra í kvikmyndabransanum á heimsvísu.