Samtök evrópskra handritshöfunda (FSE) og Alþjóðasamband handritshöfundafélaga (IAWG) hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu til að bregðast við nýjustu drögum Evrópusambandsins að reglum um gervigreind. Þar er hvatt til þess að réttindi handritshöfunda verði virt gagnvart notkun gervigreindar.
Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og formaður FLH (Félags leikskálda og handritshöfunda) var viðstödd afhendingu Evrópsku handritsverðlaunanna á dögunum. Hún segir frá verðlaunahafanum Adam Price, handritshöfundi Borgen og stemmningunni á hátíðinni.