Heimildamyndin ELLEN – ENGIN ÖNNUR EN ÉG ER frumsýnd á RÚV

Heimildamyndin Ellen - engin önnur en ég er eftir Önnu Dís Ólafsdóttur var frumsýnd á RÚV sunnudagskvöldið 25. janúar.

Myndin er um tónlistarkonuna Ellen Kristjánsdóttur þar sem við kynnumst uppvexti hennar, fjölskyldu, lífi og list. Við fylgjum Ellen eftir þegar hún heimsækir bernskuslóðir sínar í Kaliforníu í Bandaríkjunum og gerir upp fortíðina ásamt fjölskyldu sinni.

Hægt er að sjá hana í spilara RÚV næsta árið.

Rætt er við Ellen í Morgunblaðinu vegna útkomu myndarinnar og má lesa viðtalið hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR