Myndin er um tónlistarkonuna Ellen Kristjánsdóttur þar sem við kynnumst uppvexti hennar, fjölskyldu, lífi og list. Við fylgjum Ellen eftir þegar hún heimsækir bernskuslóðir sínar í Kaliforníu í Bandaríkjunum og gerir upp fortíðina ásamt fjölskyldu sinni.
Hægt er að sjá hana í spilara RÚV næsta árið.
Rætt er við Ellen í Morgunblaðinu vegna útkomu myndarinnar og má lesa viðtalið hér.