[Stikla] Heimildamyndin SJÁLFSVÖRN eftir Olaf de Fleur sýnd á RÚV

Heimildamyndin Sjálfsvörn eftir Olaf de Fleur verður sýnd á RÚV þann 19. janúar.

Heimildamyndin Sjálfsvörn eftir Olaf de Fleur verður sýnd á RÚV þann 19. janúar.

Olaf segir á Facebook síðu sinni:

Þetta er eitt mest krefjandi verkefni sem ég hef unnið í heimildarmyndagerð. Markmið var að skapa einfalda og beina mynd sem miðlar þeirri hugmynd að allir geti lært að verja sig. Og hvernig iðkun sjálfsvarnar getur aukið sjálfsvirðingu til að takast á við áskoranir og þannig stuðlað að jákvæðum áhrifum á samfélagið í heild sinni. Sagan er sögð í gegnum systkinin Immu Helgu og Jón Viðar, með sérstakri áherslu á Immu Helgu sem stendur í forgrunni verksins. Í gegnum hennar sögu fáum við að sjá jákvæðar og áhrifaríkar birtingarmyndir þess hvernig hægt er að horfast í augu við, og sigrast á eigin ótta.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR