„Vesalings elskendur“ sýnd á Gautaborgarhátíðinni

Norrænar kómedíur verða í sérstökum fókus á Gautaborgarhátíðinni þetta árið og meðal þeirra níu mynda sem tilheyra flokknum er Vesalings elskendur eftir Maximilian Hult. Myndin er alfarið skipuð íslenskum leikurum og unnin á Íslandi.

Þetta er gamanmynd með rómantísku ívafi um tvo bræður sem eiga erfitt uppdráttar í ástamálum. Hún er framleidd af sænska fyrirtækinu LittleBig Productions AB af framleiðendunum Önnu G. Magnúsdóttur og Anders Granström í samvinnu við Hughrif ehf og hún verður frumsýnd á Íslandi þann 14. febrúar á vegum Senu  Í aðalhlutverkum eru Björn Thórs, Jóel I Sæmundsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Karlsson, Hafdís Helga Helgadóttir, Álfrún Örnólfsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir, Axel Leó Kristinsson og Elvar Aron Heimisson.

Þetta er í annað sinn sem Maximilian gerir kvikmynd hérlendis, sú fyrri var hin margverðlaunaða Hemma (2014) sem einnig var alfarið gerð á Íslandi, tekin upp á sænsku en skartar bæði sænskum og íslenskum leikurum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR