Fimm íslenskar bíómyndir og tvær þáttaraðir í alþjóðlegri dreifingu

Úr Andið eðlilega.

Óvenju mikið af íslenskum kvikmyndaverkum eru í sýningum í kvikmyndahúsum á alþjóðlegum vettvangi um þessar mundir eða fimm talsins. Auk þess eru tvær þáttaraðir í víðri dreifingu á efnisveitum á evrópskum markaði.

Andið eðlilega er nú sýnd í Svíþjóð, Undir trénu í Bandaríkjunum og Bretlandi, Lói – þú flýgur aldrei einn í Frakklandi og víðar um Evrópu, Kona fer í stríð í Frakklandi og víðar og Svanurinn í Bandaríkjunum. 

Framundan eru síðan almennar sýningar á flestum þessara mynda í fleiri löndum.

Þá eru tvær þáttaraðir, Stella Blómkvist og Fangar, nýlega komnar á efnisveitur víða um Norðurlönd og Evrópu.

Einnig skal nefna kvikmyndina Adrift sem Baltasar Kormákur leikstýrir, en hún hefur verið sýnd víða um heim í sumar.

Ekki er vitað til þess að áður hafi svo mörg íslensk kvikmyndaverk verið í almennum sýningum á alþjóðlegum markaði.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR