spot_img

Sigurður Anton um “Snjó og Salóme”: Saga um ungt fólk fyrir ungt fólk

Sigurður Anton Friðþjófsson.

Snjór og Salóme eftir Sigurð Anton Friðþjófsson verður frumsýnd í kvöld. Morgunblaðið ræddi við hann um myndina.

Þar segir m.a.:

Sig­urður á tvær kvik­mynd­ir í fullri lengd að baki auk henn­ar, Ísa­bellu og Webcam. Líkt og í Webcam fara Anna Hafþórs­dótt­ir og Telma Huld Jó­hann­es­dótt­ir með tvö aðal­kven­hlut­verk­in í Snjó og Salóme en með aðal­karlhlut­verkið fer Vig­fús Þorm­ar Gunn­ars­son.

All­ar þrjár kvik­mynd­ir Sig­urðar fjalla um ungt fólk í Reykja­vík en með ólík­um hætti þó. Blaðamanni leik­ur for­vitni á að vita hvort þær teng­ist að öðru leyti. „Já, á þann hátt að þetta eru gam­an­mynd­ir eða gam­andrama og fjalla um ung­ar kon­ur á svipuðum aldri, þrítugs­aldr­in­um og fólk á þeim aldri, á svipuðum aldri og ég þegar ég var að gera mynd­irn­ar,“ seg­ir Sig­urður sem skrifaði hand­rit kvik­mynd­anna þriggja auk þess að leik­stýra þeim.

Óvenju­leg sam­búð

„Þetta er mynd um unga konu, Salóme, sem er búin að vera í sam­bandi með besta vini sín­um, Hrafni, svona „on og off“ í 15 ár. Þau búa sam­an og það er dá­lítið óljóst hvar sam­bandið end­ar og vinátt­an byrj­ar og allt það. Síðan ger­ist það að Hrafn ger­ir stelpu ólétta að tví­bur­um og hún flyt­ur inn til þeirra. Á sama tíma miss­ir Salóme vinn­una sína á dá­lítið drama­tísk­an hátt,“ seg­ir Sig­urður um söguþráð kvik­mynd­ar­inn­ar.

– Hvaðan kom þessi saga?

„Mig langaði að gera mynd um sam­bönd sem enda aldrei en enda svo allt í einu mjög brútalt. Þetta var sag­an sem spratt upp úr þeim pæl­ing­um,“ svar­ar Sig­urður. Spurður að því hvort hann hafi fengið ráðlegg­ing­ar við hand­rits­skrif­in seg­ist Sig­urður hafa sent hand­ritið á vini og annað fólk sem hann hafi treyst til að gefa sér góð ráð á meðan á skrif­un­um stóð. „Þegar fyrsta upp­kast er svo til­búið send­ir maður það á vini og leik­ara og fær „feed­back“ frá þeim,“ bæt­ir Sig­urður við.

Góðir leik­ar­ar og vin­ir

Leik­hóp­ur­inn í Snjór og Salóme er að stóru leyti sá sami og í Webcam. Hvernig skyldi standa á því? Eru þetta vin­ir Sig­urðar eða hef­ur hann sér­stakt dá­læti á þessu fólki? „Bæði. Þetta eru allt æðis­leg­ir leik­ar­ar og stór hluti af þess­um hópi eru góðir vin­ir. Þessi mynd er líka stærri fram­leiðsla en þær fyrri og þá er gott að hafa sem minnst­ar áhyggj­ur,“ seg­ir Sig­urður. Það dragi úr áhyggj­um að þekkja fyr­ir þá sem hann ætli að vinna með.

– Áttu þér ein­hverj­ar fyr­ir­mynd­ir sem þú lít­ur til, ein­hverja leik­stjóra eða kvik­mynd­ir?

„Já, og af mörg­um ólík­um ástæðum. Ef við miðum við hvernig menn gera kvik­mynd­irn­ar sín­ar þá eru það menn eins og Joe Sam­berg og Dup­l­ex-bræðurn­ir og Kevin Smith að vissu leyti líka. Það eru indí-leik­stjór­ar sem gera litl­ar mynd­ir en gera þær al­veg sín­ar eig­in og al­veg sjálf­ir. List­rænt séð eru það líka aðrir stærri leik­stjór­ar sem maður elsk­ar og dáir og lít­ur upp til, t.d. Nicolas Wind­ing Refn og Mart­in Scorsese.“

Sena létti róður­inn

– Hvernig gekk þér að fjár­magna gerð mynd­ar­inn­ar? Ég veit að það var tölu­vert basl með fyrri kvik­mynd­irn­ar tvær, ekki satt?

„Jú, hinar voru nátt­úr­lega gerðar al­gjör­lega án tengsla eða vitn­eskju um hver næstu skref væru, dreif­ingu og svo­leiðis. En núna vor­um við þegar með sam­band við Senu sem gaf út síðustu mynd og gef­ur út þessa þannig að við tryggðum í raun og veru dreif­ingu í gegn­um þá áður en við fór­um í tök­ur. Það hjálpaði til,“ svar­ar Sig­urður.

Hann er að lok­um spurður að því hvort hon­um þyki of fáar kvik­mynd­ir gerðar um líf ungs fólks í höfuðborg­inni, þ.e. kvik­mynd­ir á borð við þær sem hann hef­ur gert. „Já, en mér finnst líka yf­ir­höfuð of fáar mynd­ir gerðar um ungt fólk, hvort sem það er í Reykja­vík, á Ak­ur­eyri eða ann­ars staðar. Og ekki bara um ungt fólk held­ur líka fyr­ir það. Af mjög skilj­an­leg­um ástæðum er reynt að hafa mark­hóp ís­lenskra kvik­mynda sem víðast­an hvað ald­ur varðar og ég hef full­an skiln­ing á því,“ seg­ir Sig­urður. Það breyti því hins veg­ar ekki að of fáar kvik­mynd­ir séu gerðar fyr­ir ungt fólk.

Sjá nánar hér: Saga um ungt fólk fyrir ungt fólk – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR