Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.
Verðlaunin eru vissulega færri en 2015 (102) en það ár er algjörlega einstakt vegna þess að hvorki meira né minna en fjórar kvikmyndir voru margverðlaunaðar út um allar koppagrundir; algengara er að ein til tvær myndir séu í slíkri stöðu.
Alls fengu 7 bíómyndir, 2 þáttaraðir, 4 heimildamyndir og 7 stuttmyndir verðlaun 2016. Hjartasteinn fékk flest verðlaun eða 13 talsins. Stuttmynd Evu Sigurðardóttur, Regnbogapartý, hlaut alls 11 verðlaun á árinu. Þrestir (sem kom út 2015 og fékk þá fjölda verðlauna) kemur fast á eftir með 10. Hrútar (kom út 2015 og fékk þá 22 verðlaun) hlaut 7 verðlaun 2016.
Verðlaun til íslenskra kvikmynda á árinu (miðað er við alþjóðlegar hátíðir, óháð staðsetningu)
Sjá má allar fréttir um verðlaun til íslenskra kvikmynda hér (hvar, hvenær, hverskonar verðlaun). Heildarverðlaun viðkomandi myndar innan sviga hafi myndin unnið til verðlauna áður.
BÍÓMYNDIR:
EIÐURINN – 1
Noir in Festival – besta myndin.
HJARTASTEINN – 13
Feneyjar – Queer Lion.
Varsjá – Guðmundur Arnar var valinn besti leikstjórinn, Baldur Einarsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn í myndinni og myndin vann til Kirkjuverðlauna hátíðarinnar.
Chicago – Gold Q Hugo.
Thessaloniki – Silver Alexander.
Sevilla – Ocaña frelsisverðlaun.
Molodist – áhorfendaverðlaun hátíðarinnar, FIPRESCI verðlaun samtaka gagnrýnenda og Baldur Einarsson hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir hlutverk sitt.
Nordische Filmtage Lubeck – aðalverðlaun hátíðar.
CPH:PIX – áhorfendaverðlaun Politiken.
Marrakech – besti leikari (Baldur og Blær deildu með sér verðlaununum).
HRÚTAR- 7 (alls 29)
Palm Spings Film Festival / Fipresci Best Actor Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson.
Tromso International Film Festival / Audience Award.
Golden Simorgh for Best Film / Fajr International Film Festival.
Silver Simorgh for Best Actor // Sigurður Sigurjónsson og Theodor Juliusson // Fajr International Film Festival.
Best European Film / Prishtina Int. Film Festival.
Best Film Score / Harpa Nordic Film Composer Awards 2016.
Best of the fest at Gimli Film Festival 2016.
SUNDÁHRIFIN – 1
Cannes – SACD verðlaunin fyrir bestu frönskumælandi mynd.
ÞRESTIR – 10 (alls 20)
Audience award / Scope100 Hungary.
Audience award / Scope100 Norway.
The Golden Taiga (Grand Prix) / 14th Spirit of Fire International Film Festival.
Best Film / 29th Mamers en Mars European Film Festival.
Grand Prix / 23rd International Film Festival Prague – Febiofest.
FIPRESCI award / Göteborg Film Festival.
Special Jury Award / Transilvania International Film Festival.
Best Director, Croatian Minority Coproductions / Pula Film Festival.
Lessinia d’oro (GRAND PRIX) / 22nd Film Festival della Lessinia.
Best Feature Film 13+/ LUCAS – International Festival for Young Filmlovers.
A REYKJAVIK PORNO – 2
Tvenn verðlaun á Nordic International Film Festival í New York. Albert Halldórsson, aðalleikari myndarinnar var valinn besti leikarinn og Arnar Þórisson hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku.
FÚSI – 5 (alls 19)
Besta erlenda myndin á norsku Amanda verðlaununum sem veitt voru í Haugasundi.
Verðlaun dómnefndar á Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Lecce á Ítalíu.
Þrenna á Festival International du Film d’amour í Mons í Belgíu. Myndin fékk aðalverðlaun hátíðarinnar, Dagur Kári var verðlaunaður fyrir besta handritið og Gunnar Jónsson hlaut verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki.
LEIKIÐ SJÓNVARPSEFNI:
ÓFÆRÐ – 1
Prix Europa verðlaunin
RÉTTUR 3 (CASE) – 1
FIPA hátíðin – Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir valin besta leikkonan.
HEIMILDAMYNDIR:
LA CHANA – 1
IDFA – áhorfendaverðlaun
GARN – 1
Nordisk Panorama – áhorfendaverðlaunin
RANSACKED – 1
Besta heimildamyndin á Foyle Film Festival á Norður-Írlandi.
ANDLIT NORÐURSINS – 1
Aðalverðlaunin á kvikmyndahátíð í Úkraínu, Poltava Film Festival.
STUTTMYNDIR:
ÁRTÚN – 8 (alls 15)
Mediawave – besta leikna stuttmyndin.
Ipsos Short Film Breaks hátíðinni í Rúmeníu.
Dómnefndarverðlaun ungmenna á Sardinia Film Festival á Ítalíu.
Vogelsong Family Foundation verðlaunin hjá International Festival of Local Televisions (IFoLT) í Slóvakíu.
Áhorfendaverðlaun – International Film Festival Eberswalde, Þýskalandi.
Besti leikstjóri – Taratsa International Film Festival, Grikklandi.
Besta myndatakan – Lecce Film Fest, Ítalíu.
Aðalverðlaun – Alternative International Short Film Festival, Rúmeníu.
HVALFJÖRÐUR – 4 (alls 47)
Besti leikstjóri og besta myndatakan – FilmLabFestival, Brescia, Ítalíu.
Verðlaun dómnefndar – Tegenstroom, Netherlands.
Zoom – Zblizenia – besta leikna myndin.
REGNBOGAPARTÝ – 11
Sydney World Film Festival – besta leikna stuttmynd.
San Francisco Frozen Film Festival – besta drama stuttmynd.
El Novelísimo International Debut Film Festival – besta alþjóðlega stuttmynd.
El Dorado Film Festival – besta stuttmynd.
El Corto del Año Promofest – besta mynd.
Manhattan Independent Film Festival – bestu leiknu stuttmynd.
Underwire Film Festival – besta leikstjórn (Eva Sigurðardóttir).
Toronto Film Week – besti nýi kvikmyndagerðarmaðurinn (Eva Sigurðardóttir).
Almería International Film Festival – besta leikkonan (Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir) og besta kvikmyndataka (Marianne Bakke).
Ipsos Short Film Breaks hátíðinni í Rúmeníu – þriðja sæti.
SJÖ BÁTAR – 1
Minimalen – besta norræna listræna myndin
HOW FAR SHE WENT – 1
Verðlaun bandarísku leikstjórasamtakanna, The Directors Guild of America, til Uglu Hauksdóttur sem besti kvenleikstjórinn í hópi leikstjórnarnema Columbia University.
SÍÐASTA SUMAR – 1
Stuttmynd Ólafar Birnu Torfadóttur var verðlaunuð á Los Angeles Independent Film Festival sem fram fór í ágúst. Myndin hlaut verðlaun í flokknum Best Comedy/Drademy, Foreign.
ZELOS – 1
Þóranna Sigurðardóttir var hlutskörpust í vali dómnefndar Atlanta Film Festival á kvikmyndagerðarmanni sem vert er að fylgjast með í framtíðinni.