Heim Fréttir "Baskavígin" til San Sebastian 

„Baskavígin“ til San Sebastian 

-

Rammi úr Baskavígunum.
Rammi úr Baskavígunum.

Baskavígin, spænsk/íslensk heimildamynd í stjórn Aitor Aspe, hefur verið valin til þátttöku í Zinemira keppni San Sebastian hátíðarinnar. San Sebastian hátíðin er ein af fáum svokölluðum „A“ kvikmyndahátíðum í heiminum og fer fram í Donostia-San Sebastián á Spáni 16. – 24. september.

Baskavígin segir eins og nafnið gefur til kynna frá Baskavígjunum 1615 (í daglegu tali nefnd Spánverjavígin hjá Íslendingum), eina fjöldamorðinu sem Íslendingar hafa framið, þar sem 31 baskneskir hvalveiðimenn voru myrtir. Myndin skoðar þennan grimmilega atburð og inniheldur mörg leikin atriði ásamt viðtölum við ýmsa sérfræðinga.

Aitor Aspe leikstýrði myndinni og stjórnaði myndbrellugerð. Handritið skrifaði Aner Etxebarria Moral. Myndin var framleidd af Katixa de Silva fyrir spænska framleiðslufyrirtækið Old Port Films og meðframleidd af Hjálmtý Heiðdal fyrir Seyluna kvikmyndagerð. Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlist myndarinnar og Anna Kristín Kristjánsdóttir sá um leikaraval. Myndin skartar fjölda íslenskra leikara í stórum og smáum hlutverkum. Sjá nánar um Baskavígin á heimasíðu myndarinnar.

Tökur fóru fram bæði á Spáni og á Íslandi.

Zinemira keppnin er sérstaklega tileinkuð baskneskum myndum. San Sebastián borgin (Donostia á basknesku) er staðsett í Baskalandi, sjálfsstjórnarhéraði innan Spánar. Framleiðslufyrirtækið Old Port Films er staðsett í Bilbao, sem er einnig í Baskalandi. Þá eru stjórnandi, handritshöfundur og framleiðandi myndarinnar Baskar, ásamt fjölda annarra í starfsliðinu sem komu að framleiðslu myndarinnar.

Sjá nánar hér: Baskavígin valin til keppni á San Sebastian hátíðinni | Kvikmyndamiðstöð Íslands

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.