spot_img
HeimEfnisorðUgla Hauksdóttir

Ugla Hauksdóttir

BORGEN leikarinn Pilou Asbæk í ELDUNUM

Danski leikarinn Pilou Asbæk (Game Of Thrones, Borgen) verður meðal leikara í Eldunum sem Ugla Hauksdóttir mun leikstýra. Tökur hefjast í sumar. Sölufyrirtækið Bankside fer með sölurétt.

SELSHAMURINN fær tvenn verðlaun

Nýverið hlaut stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Selshamurinn, tvenn alþjóðleg verðlaun á kvikmyndahátíðum í Portúgal og á Ítalíu.

Sjáðu SELSHAMINN, nýja stuttmynd Uglu Hauksdóttur, hér

Stuttmyndin Selshamurinn (Sealskin) eftir Uglu Hauksdóttir er frumsýnd í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Huesca á Spáni. Sökum faraldursins fer hátíðin að mestu fram á netinu og geta allir sem vilja horft á myndina frítt, eftir að hafa skráð sig. Myndin, sem er 13 mínútur að lengd, er aðgengileg til 20. júní.

Ný mynd Guðmundar Arnars í burðarliðnum hjá Join Motion Pictures

Join Motion Pictures (Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson) sem nýverið frumsýndi Hvítan, hvítan dag eftir Hlyn Pálmason á Cannes við afar góðar undirtektir, undirbýr nú meðal annars næsta verkefni Guðmundar Arnars, Chicken Boy (Berdreymi).

[Stikla] Ugla Hauksdóttir fær verðlaun Directors Guild of America fyrir „How Far She Went“

Ung ís­lensk kvik­mynda­gerðar­kona, Ugla Hauksdóttir, hlaut nú í vik­unni verðlaun banda­rísku leik­stjóra­sam­tak­anna, The Directors Guild of America, sem besti kven­leik­stjór­inn í hópi leik­stjórn­ar­nema fyrir How Far She Went, útskriftarverkefni sitt frá kvikmyndadeild Columbia háskóla í New York.

Ugla Hauksdóttir: Hjartað leitar heim

Ugla Hauksdóttir, sem á dögunum útskrifaðist úr námi í kvikmyndaleikstjórn frá Columbia University í New York og hlaut þar fyrstu verðlaun fyrir lokamynd sína, segir í viðtali við Vísi að hjartað leiti heim og handrit að kvikmynd í fullri lengd sé í bígerð.

Útskriftarmynd Uglu Hauksdóttur verðlaunuð í New York

Ugla Hauksdóttir útskrifast í dag úr leikstjórnarnámi sínu á meistarastigi við Columbia University í New York. Útskriftarmynd hennar, How Far She Went, hlaut Student Select Award og IFP Audience Award við útskriftarhátíð skólans sem fram fór fyrr í vikunni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR