HeimEfnisorðTinna Hrafnsdóttir

Tinna Hrafnsdóttir

Þáttaröðin VIGDÍS frá Vesturporti hefst á RÚV 1. janúar

Þáttaröðin Vigdís fer í loftið á RÚV á nýársdag, 1. janúar. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport.

HEIMA ER BEST til­nefnd til norrænu handritaverðlaunanna

Aðalhöfundur og leikstjóri er Tinna Hrafnsdóttir sem skrifaði handritið ásamt Ottó Geir Borg og Tyrfingi Tyrfingssyni. Verðlaunin verða afhent á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í janúar.

Vesturport undirbýr þáttaröð um hvernig Vigdís Finnbogadóttir varð fyrsta konan í forsetastól

Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir munu leikstýra þáttaröðinni Vigdís, sem segir söguna af því hvernig Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands. Nína Dögg Filippusdóttir mun fara með aðalhlutverkið.

Tökur að hefjast á þáttaröðinni HEIMA ER BEST

Tökur eru að hefjast á þáttaröðinni Heima er best. Þetta er karakterdrifin sex þátta sería frá Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu og leikstjóra. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári í Sjónvarpi Símans.

SKJÁLFTI seld til Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands og Svíþjóðar

Skjálfti Tinnu Hrafnsdóttur hefur verið seld til Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands og Svíþjóðar. Sölufyrirtækið Alief mun jafnframt kynna myndina á markaðinum í Cannes á næstu dögum.

Lestin um SKJÁLFTA: Kona á barmi flogakasts

"Þrátt fyrir annmarka er Skjálfti ágæt frumraun Tinnu Hrafnsdóttur í leikstjórnarstóli," segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í Lestinni á Rás 1.

Fréttablaðið um SKJÁLFTA: Mánudagsást og bældar minningar

"Vel unnið og vandað raunsæisdrama um þöggun, áföll og úrvinnslu, og skartar gölluðum kvenpersónum sem er alltaf ánægjulegt," segir Nína Richter meðal annars í Fréttablaðinu um Skjálfta Tinnu Hrafnsdóttur.

Morgunblaðið um SKJÁLFTA: Vel heppnuð frumraun

Jóna Gréta Hilmarsdóttir skrifar í Morgunblaðið um Skjálfta Tinnu Hrafnsdóttur og segir hana byggða upp eins og rannsóknarlögreglumynd og rannsóknarefnið leyndarmálið sjálft sem býr innra með aðalpersónunni.

Tinna Hrafnsdóttir: Vissi alltaf innst inni að ég vildi verða leikstjóri

Tinna Hrafnsdóttir er í viðtali við vefmiðilinn Nordic Watchlist í tilefni af sýningum á Skjálfta á Gautaborgarhátíðinni. Myndin verður frumsýnd hér á landi 31. mars.

Tinna Hrafnsdóttir í ellefta þætti Leikstjóraspjallsins

Í ellefta þætti Leikstjóraspjallsins ræðir Óskar Þór Axelsson við kollega sinn Tinnu Hrafnsdóttur, en bíómyndarfrumraun hennar, Skjálfti, er væntanleg í febrúar.

SKJÁLFTI fær góðar viðtökur í Tallinn

Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur var frumsýnd á Tallinn Black Nights Film Festival í Eistlandi um helgina. Fyrstu umsagnir gagnrýnenda eru jákvæðar.

[Stikla] SKJÁLFTI Tinnu Hrafnsdóttur heimsfrumsýnd í Tallinn

Bresk-franska sölufyrirtækið Alief mun selja Skjálfta, fyrstu bíómynd Tinnu Hrafnsdóttur, á heimsvísu. Myndin verður heimsfrumsýnd 20. nóvember á Tallinn Black Nights hátíðinni í Eistlandi, en hér á landi í janúar á næsta ári. Stikla myndarinnar er komin út.

SKJÁLFTI sýnd á Toronto hátíðinni

Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur hefur verið valin í Industry Selects hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto. Industry Selects fer fram samhliða hátíðinni, dagana 9. - 18. september, þar sem valdar kvikmyndir eru aðgengilegar þeim fagaðilum sem sækja hátíðina.

Tinna Hrafnsdóttir og STÓRI SKJÁLFTI: „Þöggun er svo algeng í fjölskyldum“

Tökur standa nú yfir á fyrstu bíómynd Tinnu Hrafnsdóttur, Stóra skjálfta, sem byggð er á samnefndri bók Auðar Jónsdóttur. Rætt var við Tinnu um verkefnið og annað í þættinum Segðu mér á Rás 1.

„Munda“ verðlaunuð á Northern Wave hátíðinni

Stuttmyndin Munda eftir Tinnu Hrafnsdóttur, var um helgina valin besta íslenska stuttmyndin á  alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave sem fór fram í 10. skipti dagana 27.-29. október.

Tinna vann í Cannes

Tinna Hrafnsdóttir sigraði pitch-keppni Shorts TV sem lauk í Cannes í dag. Aðstandendur stuttmynda víðsvegar að gátu mælt fram hugmynd sína og almenningur kaus síðan þá bestu á netinu.

Tinna Hrafnsdóttir og Eva Sigurðardóttir keppa um stuttmyndastyrk á Cannes

Kvikmyndagerðarkonurnar Eva Sigurðardóttir og Tinna Hrafnsdóttir keppa nú í Cannes um styrk til gerðar stuttmynda sinna. Keppnin felst í því að kosið er um besta "pitchið" á netinu og nema verðlaunin 5.000 evrum eða rúmum sjö hundruð þúsund krónum.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR