HeimEfnisorðTilverur

Tilverur

TILVERUR hlaut sérstaka viðurkenningu í Armeníu

Tilverur eftir Ninnu Pálmadóttur hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar á 21. Golden Apricot International Film Festival, sem fram fór dagana 7.-14. júlí í Jerevan í Armeníu.

TILVERUR og KULDI á Gautaborg

Tvær kvikmyndir og tvær samframleiðslur frá Íslandi verða sýndar á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg 2024. Hátíðin fer fram 26. janúar - 4. febrúar.

[Könnun] Veldu bestu íslensku bíómyndina, þáttaröðina og heimildamyndina 2023

Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2023. Kosningu lýkur á gamlársdag kl. 14 og verða úrslit þá kynnt.

Morgunblaðið um TILVERUR: Einmana sálir í borginni

"Vel heppnuð og mannleg kvikmynd sem dregur upp sannferðuga mynd af samskiptum tveggja einmana sálna og flóknum tengslum þeirra við umhverfið, " skrifar Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðið um Tilverur Ninnu Pálmadóttur.

Heimildin um TILVERUR: Afdalabóndinn snýr aftur – aftur og aftur

"Vel leikin og fallega kvikmynduð, en klisjukennt og ófrumlegt handrit," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars í Heimildinni um Tilverur Ninnu Pálmadóttur.

KULDI nálgast 25 þúsund gesti, TILVERUR opnar í 9. sæti

Tilverur var frumsýnd um helgina og er í 9. sæti á tekjulista FRÍSK. Kuldi er í þriðja sæti eftir fimmtu sýningarhelgi. Northern Comfort er í 7. sæti eftir þriðju helgi.

[Stikla] TILVERUR opnunarmynd RIFF

Tilverur eftir Ninnu Pálmadóttur verður opnunarmynd RIFF (Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík) 2023, sem hefst 28. september. Stikluna má skoða hér.

Collider um TILVERUR: Blæs nýju lífi í kunnuglegt stef

"Ninnu Pálmadóttur tekst að blása nýju lífi í gamalkunnugt stef með því að koma stöðugt á óvart," skrifar Emily Bernard hjá Collider meðal annars um kvikmyndina Tilverur í umsögn sinni frá Toronto hátíðinni.

Ninna Pálmadóttir: „Ég fattaði að þetta var skrifað í stjörnurnar“

Tilverur, fyrsta kvikmynd Ninnu Pálmadóttur í fullri lengd, var valin til heimsfrumsýningar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. RÚV ræddi við hana af þessu tilefni.

TILVERUR, frumraun Ninnu Pálmadóttur, heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni

Tilverur (áður Einvera), bíómyndarfrumraun Ninnu Pálmadóttur, verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. Hátíðin fer fram 7.–17. september.

Verkefnið EINVERA eftir Ninnu Pálmadóttur vinnur til ArteKino verðlaunanna í Les Arcs

Einvera (Solitude), verkefni í þróun eftir Ninnu Pálmadóttur, vann á dögunum til ArteKino verðlaunanna fyrir besta verkefnið á Coproduction Village, samframleiðslumarkaði kvikmyndahátíðarinnar í Les Arcs í Frakklandi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR