HeimEfnisorðÞóra Hilmarsdóttir

Þóra Hilmarsdóttir

Þóra Hilmarsdóttir meðal leikstjóra breskrar þáttaraðar

Leik­stjór­inn Þóra Hilm­ars­dótt­ir leik­stýr­ir um þess­ar mund­ir bresku þátt­un­um The Ris­ing. Þætt­irn­ir eru fram­leidd­ir af Sky Studi­os. Þóra leik­stýrði tveim­ur þátt­um af Broti og ein­um þætti af Net­flix-þáttaröðinni Kötlu sem er vænt­an­leg 17. júní.

[Kitla] Þáttaröðin KATLA kemur á Netflix 17. júní

Þáttaröðin Katla í leikstjórn Baltasars Kormáks, Þóru Hilmarsdóttur og Barkar Sigþórssonar kemur út á Netflix þann 17. júní næstkomandi. Kitla verksins var frumsýnd í dag.

Fyrstu rammarnir úr KÖTLU

Netflix hefur sent frá sér nokkrar ljósmyndir úr þáttaröðinni Kötlu, sem væntanleg er á efnisveituna fljótlega. Baltasar Kormákur framleiðir þættina og leikstýrir einnig ásamt Þóru Hilmarsdóttur og Berki Sigþórssyni.

[Stikla] Þáttaröðin „Brot“ hefst á RÚV 26. desember

Stikla spennuþáttaraðarinnar Brot (The Valhalla Murders) í leikstjórn Þórðar Pálssonar, Davíðs Óskars Ólafssonar og Þóru Hilmarsdóttur, hefur verið opinberuð. Þættirnir, sem eru alls átta talsins, hefja göngu sína 26. desember á RÚV.

Stuttmyndin „Frelsun“ verðlaunuð í Búdapest

Unnur Ösp Stefánsdóttir, aðalleikkona stuttmyndarinnar Frelsun eftir Þóru Hilmarsdóttur, var á dögunum valin besta leikkonan á Budapest Short Film Festival (Busho).

Stuttmyndin „Frelsun“ verðlaunuð á Frostbiter hrollvekjuhátíðinni

Stuttmyndin Frelsun eftir Þóru Hilmarsdóttur var valin besta íslenska stutthrollvekjan á Frostbiter hrollvekjuhátíðinni sem fram fór í annað sinn á Akranesi um síðustu helgi.

„Dýrið“ og „Vetrarbraut“ hljóta þróunarstyrki frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum

Fantasían Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar og vísindaskáldskapurinn Vetrarbraut í leikstjórn Þóru Hilmarsdóttur hafa hlotið Nordic Genre Boost þróunarstyrki frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum upp á tæplega 2,7 milljónir íslenskra króna hvor.

Stuttmyndin „Sub Rosa“ verðlaunuð í San Diego

Stuttmynd Þóru Hilmarsdóttur, Sub Rosa, var valin besta stuttmyndin á San Diego Film Festival sem lauk 4. október s.l. Myndin verður sýnd á Northern Wave hátíðinni sem fram fer á Grundarfirði um helgina.

„Frelsun“ vann pitch-keppni í Cannes

Anna Sæunn Ólafsdóttir framleiðandi, sem tók þátt í "pitch" keppni Shorts TV á Cannes, þótti vera með bestu stuttmyndarhugmyndina og hlaut að launum fimm þúsund evrur eða um 742.000 krónur. Upphæðin fer uppí kostnað við gerð myndarinnar sem kallast Frelsun og verður leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur.

Pitsað á Cannes; þú getur kosið

Þóra Hilmarsdóttir vinnur nú að undirbúningi stuttmyndarinnar Frelsun (Salvation) ásamt framleiðendunum Önnu Sæunni Ólafsdóttur og Evu Sigurðardóttur hjá Askja Films. Verkefnið er kynnt í dag á Shorts TV messunni í Cannes og þú getur stutt það með því að kjósa.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR