HeimEfnisorðSkúli Malmquist

Skúli Malmquist

„Svar við bréfi Helgu“ valin á fjármögnunarmessu í Toronto

Birgitta Björnsdóttir og Skúli Fr. Malmquist, framleiðendur kvikmyndarinnar Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, munu taka þátt í Ontario Creates International Financing Forum (IFF), sem fer fram dagana 8.- 9. september samhliða alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto.

Stuttmyndirnar „Búi“ og „Fótspor“ í keppni á Giffoni hátíðinni

Tvær nýjar stuttmyndir, Búi eftir Ingu Lísu Middleton og Fótspor eftir Hannes Þór Arason, taka þátt í Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Giffoni á Ítalíu sem fram fer 14.-22. júlí næstkomandi. Giffoni hátíðin er ein sú kunnasta á sínu sviði. Búi hefur einnig verið valin til þátttöku á Nordisk Panorama sem fram fer í Malmö í haust, en önnur stuttmynd Ingu Lísu, Ævintýri á okkar tímum, vann til verðlauna þar 1993.

Studiocanal kaupir Bretlandsréttinn á „Ég man þig“

Sölufyrirtækið TrustNordisk hefur gengið frá sölu á dreifingarrétti í Bretlandi á kvikmynd Óskars Þórs Axelssonar, Ég man þig, til Studiocanal. Einnig hefur myndin verið seld til þýskumælandi svæða, Ungverjalands og Tyrklands.

Hjartnæm stund á Cannes

Börkur Gunnarsson skrifar fyrir Morgunblaðið um móttökur síðustu myndar Sólveigar Anspach, Sundáhrifanna á Cannes hátíðinni, þar sem hún hlaut SACD verðlaunin fyrir bestu frönskumælandi myndina í Director's Fortnight dagskránni.

„Sundáhrifunum“ vel tekið á Cannes

Sundáhrifin, frönsk-íslensk kvikmynd Sólveigar Anspach heitinnar, var heimsfrumsýnd þann 17. maí á Cannes kvikmyndahátíðinni sem hluti af Director‘s Fortnight dagskránni og hlaut afar góðar viðtökur. Myndin var sýnd fyrir smekkfullum sal og að sýningu lokinni risu áhorfendur úr sætum sínum og veittu aðstandendum langt lófatak.

Íslendingar koma að tveimur myndum á Cannes í ár

Íslendingar koma við sögu í tveimur þeirra kvikmynda sem valdar hafa verið á Cannes hátíðina í maí. Önnur er í aðalkeppninni og hin í Director's Fortnight.

Leitað leiða til að rétta hlut kvenna

Málstofan Kyn og kvikmyndir fór fram á Jafnréttisþingi á Hótel Hilton Nordica í fyrradag. Staða kvenna í kvikmyndagerð var þar í brennidepli.

Tökur á „Ég man þig“ hefjast í næsta mánuði, Ágústa Eva og Þorvaldur Davíð í aðalhlutverkum

Tökur á mynd Óskars Þórs Axelssonar, Ég man þig, hefjast í næsta mánuði á Hesteyri á Vestfjörðum. Byggt er á samnenfdri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Ágústa Eva Erlendsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson fara með aðalhlutverkin. Zik Zak framleiðir ásamt Sigurjóni Sighvatssyni.

„Z for Zachariah“ frumsýnd vestanhafs, fær fín viðbrögð

Almennar sýningar á Z for Zachariah, sem framleidd er af Sigurjóni Sighvatssyni, Þóri Snæ Sigurjónssyni og Skúla Malmquist og leikstýrt af Craig Zobel, hefjast í dag fimmtudag í Bandaríkjunum. Fjölmargir miðlar hafa fjallað um myndina og fær hún gegnumsneytt jákvæð viðbrögð. Með helstu hlutverk fara Margot Robbie, Chiwetel Eijiofor og Chris Pine.

Stikla „Z for Zachariah“ er komin

Þær streyma inn stiklurnar og nú er það Z for Zachariah sem Zik Zak kvikmyndir, Tobey Maguire og Sigurjón Sighvatsson framleiða ásamt fleirum. Myndin var sýnd við góðar undirtektir á síðustu Sundance hátíð en verður frumsýnd 21. ágúst. Margot Robbie, Chiwetel Eijiofor og Chris Pine fara með aðalhlutverkin, Craig Zobel leikstýrir.

„Hálendið“ Ragnars Bragasonar fær stuðning frá Nordic Genre Boost

Hálendið, eftir handriti og í leikstjórn Ragnars Bragasonar, er meðal sjö verkefna sem valin hafa verið á Nordic Genre Boost, sérstakt átaksverkefni Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins.

„Z for Zachariah“ fær almennt góðar viðtökur á Sundance

Z for Zachariah í leikstjórn Craig Zobel var frumsýnd á Sundance hátíðinni um helgina og fjöldi gagnrýnenda hefur þegar tjáð sig um myndina. Viðbrögð eru mismunandi en fleiri eru ánægðir með myndina en ekki.

Zik Zak undirbýr „Z for Zachariah“

Zik Zak kvikmyndir stefnir að tökum á Z for Zachariah á fyrrihluta næsta árs með Chris Pine, Amanda Seyfried og Chiwetel Ejiofor í helstu hlutverkum.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR