HeimEfnisorðSaumaklúbburinn

Saumaklúbburinn

Hvernig gera skal fjórar bíómyndir á tveimur árum samkvæmt Markelsbræðrum

Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson hafa á síðustu tveimur árum sent frá sér fjórar bíómyndir sem allar hafa notið velgengni í kvikmyndahúsum þrátt fyrir heimsfaraldur. Hverskonar reynsla var þetta og hvað nú?

Aðsókn | SAUMAKLÚBBURINN nálgast tíu þúsund gesti eftir aðra helgi

Saumaklúbburinn eftir Göggu Jónsdóttur hefur fengið mikla aðsókn í vikunni og er í fyrsta sæti aðsóknarlistans. Skuggahverfið er í 13. sæti eftir opnunarhelgina.

Fréttablaðið um SAUMAKLÚBBINN: Ágætis gamanmynd en ódýrar lausnir

"Alveg á­gætis gaman­mynd sem rennur út í heldur ó­dýrar lausnir," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu um Saumaklúbbinn eftir Göggu Jónsdóttur.

Þessi verk eru væntanleg 2021

Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við. Jafnframt eru ellefu heimildamyndir nefndar til sögu en búast má við að þær verði fleiri.

Allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir teknar upp á árinu

Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.

Viðhorf | Þegar íslenska alþýðukómedían sneri aftur

Útlit er fyrir að 2020 verði ár gríns og glens í íslenskum kvikmyndum og þáttaröðum og veitir kannski ekki af á þessum síðustu og verstu.

Kvikmyndasjóður úthlutar 120 milljónum króna til 15 verkefna

Kvikmyndasjóður hefur úthlutað styrkjum af sérstakri 120 m.kr. fjárveitingu vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru. Stærsta styrkinn hlýtur bíómyndin Síðasti saumaklúbburinn í leikstjórn Göggu Jónsdóttur, 35 milljónir króna.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR