HeimEfnisorðRobert Richardson

Robert Richardson

Robert Richardson um „Adrift“ og samstarfið við Baltasar

Robert Richardson er einn virtasti tökumaður í bandarískum kvikmyndum síðasta aldarfjórðung eða svo. Hann hefur þrisvar hlotið Óskarsverðlaunin en slíkir eru teljandi á fingrum annarar handar. Richardson var tökumaður Adrift eftir Baltasar Kormák, en hann er kunnastur fyrir samstarf sitt við Oliver Stone, Martin Scorsese og Quentin Tarantino. Ásgrímur Sverrisson ræddi við hann á dögunum um myndina, samstarfið við Baltasar og fyrrnefnda leikstjóra.

Baltasar Kormákur vinnur með Robert Richardson að „Adrift“

Baltasar Kormákur dvelur nú á Fiji-eyjum við tökur á kvikmyndinni Adrift með Shailene Woodley í aðalhlutverki. Tökumaður myndarinnar er engin annar en Robert Richardson, þrefaldur Óskarsverðlaunahafi og einn sá kunnasti sinnar tegundar. Lilja Sigurlína Pálmadóttir, eiginkona Baltasars, birtir þessa mynd á Fésbókarsíðu sinni af þeim Baltasar og Robert Richardson og gaf Klapptré góðfúslegt leyfi til að birta.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR