spot_img
HeimEfnisorðMagnús Geir Þórðarson

Magnús Geir Þórðarson

RÚV og Baltasar Kormákur í samstarf um gerð bíómyndar og þáttaraðar eftir „Sjálfstæðu fólki“

RÚV og RVK Studios Baltasars Kormáks, hafa gert með sér samkomulag um þróun og undirbúning 6-8 sjónvarpsþátta og kvikmyndar sem byggjast á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Vonast er til að tökur hefjist síðla næsta árs.

RÚV kynnir nýja stefnu, dramadeild á leiðinni?

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri kynnir nýja stefnu RÚV til 2021 á opnum fundi fimmtudaginn 18. maí. Fundurinn verður haldinn í aðalmyndveri RÚV í Útvarpshúsinu við Efstaleiti og stendur frá kl. 13-16. Vangaveltur eru uppi um hvort meðal annars verði tilkynnt um stofnun sérstakrar "dramadeildar", en fyrir skömmu auglýsti RÚV eftir handritaráðgjafa fyrir leikið efni.

Viðhorf | Verum samferða inn í framtíðina

"Fjölmiðill í þjónustu almennings þarf bæði að skipta máli og koma að gagni. Í yfir 80 ár hefur Ríkisútvarpið verið samferða þjóðinni við leik og störf, boðið upp á fréttir og dagskrá sem upplýsir, fræðir og skemmtir, verið hreyfiafl góðra verka og ávallt staðið vaktina þegar mikið liggur við," segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri í upphafsorðum greinar sinnar um stöðu og framtíðarhorfur RÚV.

Ráðist í aðra syrpu af „Ófærð“

RVK Studios og RÚV hafa náð samkomulagi um að hefja vinnu við nýja syrpu af hinni vinsælu glæpaseríu Ófærð. Þáttaröðin hefur notið almennrar hylli víða um heim, verið lofuð af gagnrýnendum og má ætla að vel á annan tug milljóna hafi horft á þá og enn á eftir að sýna þá víða. Áætlað er að önnur þáttaröð verði frumsýnd á RUV haustið 2018.

Ársskýrsla RÚV 2015 komin út

Ársskýrsla RÚV 2015 er komin út og má skoða hér. Í skýrslunni eru kynntar lykiltölur úr rekstri auk hverskyns annarra upplýsinga um starfsemi RÚV. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri fylgir skýrslunni úr hlaði.

RÚV skorið niður við trog, ráðherrar skammta úr hnefa

Útvarps­gjald mun lækka úr 17.800 krón­um í 16.400 krón­ur á næsta ári samkvæmt nýjustu fréttum. Þetta þýðir um 400 milljóna tekjumissi að sögn RÚV og nemur því heildarhagræðing næsta árs um 500 milljónum. Á móti ákveður ríkisstjórnin að RÚV fái "sérstakt framlag uppá 175 milljónir króna til eflingar inn­lendr­ar dag­skrár­gerðar" eins og það er orðað.

Magnús Geir um RÚV-skýrsluna: Svarthvít samantekt 

RÚV hefur birt viðbrögð við RÚV-skýrslunni á vef sínum. Þar segir meðal annars að skýrslan staðfesti að RÚV ohf. hafi verið undirfjármagnað frá stofnun eins og stjórnendur RÚV hafi ítrekað bent á. Skýrslan sýni einnig að jákvæður viðsnúningur hafi orðið í rekstrinum á undanförnum átján mánuðum.

RÚV fær allt útvarpsgjaldið

Boðaðar breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs fela meðal annars í sér að Ríkisútvarpið fái útvarpsgjaldið óskert en til þessa hefur hluti þess farið í annað. Framlag til RÚV á fjárlögum fer því úr fyrirhugðum 3.5 milljörðum króna í 3.9 milljarða. (Uppfært 3. desember: Ívitnuð frétt Morgunblaðsins er röng, RÚV fær ekki 400 milljónir króna til viðbótar.)

Viðhorf | Ríkisútvarp okkar allra – til framtíðar

"Við viljum sinna menningu þjóðarinnar enn betur en gert hefur verið, í útvarpi, sjónvarpi og á vef. Við erum staðráðin í að efla innlenda dagskrárgerð. Sér í lagi þarf að bæta framboð á íslensku leiknu efni og gæðaefni fyrir börn á íslensku enda verður á næstu árum gerð enn ríkari krafa um að Ríkisútvarpið bjóði nýjum kynslóðum Íslendinga upp á vandað íslenskt efni þegar erlent afþreyingarefni á erlendum tungumálum er á hverju strái," segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri meðal annars í pistli þar sem hann gerir grein fyrir sýn sinni á hvert RÚV skuli stefna og hvernig megi komast þangað.

Útvarpsstjóri segir óskert útvarpsgjald duga

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV, og Anna Bjarney Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri rekstrar, fjármála og tækni, sendu starfsmönnum fyrirtækisins tölvupóst í dag, þar sem þau tiltaka tíu staðreyndir varðandi fjárhagslega stöðu RÚV.

Viðhorf | RÚV endurnýjar samband sitt við þjóðina

Ráðagerðir Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra benda til þess að markmiðið sé að horfast í augu við veruleikann og freista þess að stilla upp nýju Ríkisútvarpi sem endurnýjar samband sitt við almenning gegnum sterka innlenda dagskrá um leið og það tekst á við fjölmiðlaumhverfi sem er að ganga í gegnum stórstígar breytingar. Þetta verður vandrötuð leið en vissulega þess virði að fara, segir Ásgrímur Sverrisson.

Magnús Geir sker upp RÚV

Nú er ljóst að Magnús Geir Þórðarson ætlar að láta hressilega til sín taka á upphafsdögum sínum sem útvarpsstjóri. Í dag tilkynnti hann að leggja ætti aukna áherslu á innlenda dagskrá, ná sérstaklega til yngri aldurshópa og efla nýmiðlun. Þá hefur hann sagt upp öllum deildarstjórum RÚV og verða stöður þeirra auglýstar á ný, auk þess sem undirbúningur er hafinn að flutningi í hagkvæmara húsnæði. Ennfremur á að opna samfélagslega umræðu um hlutverk og dagskrá RÚV og kappkosta að sú umræða skili sér í áherslum og stefnu fyrirtækisins.

„Framtíðin er björt,“ segir Magnús Geir

„Þetta leggst afskaplega vel í mig og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þessa skemmtilegu áskorun. Það eru ótal möguleikar í Ríkisútvarpinu og framtíðin er björt,“ segir verðandi útvarpsstjóri.

Magnús Geir Þórðarson ráðinn útvarpsstjóri

Það kemur væntanlega fæstum á óvart að Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri Borgarleikhússins hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR