HeimEfnisorðLocarno 2021

Locarno 2021

Variety um LEYNILÖGGU: Ófrumleg hasarmynd í óvenjulegu umhverfi

"Áferðarfalleg og hröð en ófrumleg, gerir grín að hefðum greinarinnar án þess að bæta einhverju nýju við fyrir utan staðsetninguna," segir Jay Weissberg hjá Variety um Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar.

Cineuropa um LEYNILÖGGU: Heilmikil fáránleikaskemmtun

"Ekki hátíðamynd í nokkrum skilningi þess orðs og sýnir að hvað það er sem er í gangi í aðalkeppni Locarno hátíðarinnar er afar ruglandi," skrifar Marta Bałaga í Cineuropa um Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar - virðist þó hafa dálítið gaman af öllu saman.

Screen um LEYNILÖGGU: Sjarmerandi og áhorfendavæn

"Í kynningu á myndinni var lögð áhersla á að leikstjórinn hefði jafnframt verið landsliðsmarkvörður Íslands um árabil. Myndin reynist hinsvegar vera nægilega áhugaverð og með nægilegt skemmtanagildi til að standa á eigin fótum," skrifar Neil Young í Screen um Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar, sem sýnd er á Locarno hátíðinni.

ICS um LEYNILÖGGU: Afar skemmtileg hasarmynd

"Ekki sérstaklega eftirminnileg eða metnaðarfull kvikmynd, en framsæknar kynjahugmyndir, vönduð kvikmyndagerð og snjall umsnúningur á staðalímyndum lyfta hefðbundinni frásögninni," segir Eren Odabaşı á vef International Cinephile Society (ICS) meðal annars í umsögn sinni um Leynilöggu Hannesar Halldórssonar, sem sýnd er á Locarno hátíðinni.

Nýr listrænn stjórnandi Locarno hátíðarinnar vill hafa fjörið í fyrirrúmi

Screen ræðir við Giona A Nazzaro, nýjan listrænan stjórnanda Locarno hátíðarinnar um stefnu hans og markmið með hátíðinni. Frumraun Hannesar Þórs Halldórssonar, Leynilögga, er meðal þeirra mynda sem frumsýndar verða á hátíðinni.

LEYNILÖGGA Hannesar Þórs Halldórssonar valin í aðalkeppni á Locarno

Leynilögga eftir Hannes Þór Halldórsson hefur verið valin í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno, sem fram fer í Sviss dagana 4. – 14. ágúst.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR