Björn B. Björnsson segir Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra nú rétt fyrir kosningar allt í einu styðja ýmis mál kvikmyndagerðar sem hún hafi ekki stutt áður. "Öll þessi mál eiga það sameiginlegt að Lilja hefði getað hrint þeim í framkvæmd á þeim sjö árum sem hún hefur verið ráðherra menningarmála - en kaus að gera það ekki," segir Björn meðal annars.
Grímur Hákonarson leikstjóri er meðal þeirra sem á undanförnum vikum hafa gagnrýnt störf Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Hann leggur útaf stuðningsyfirlýsingu kvikmyndaframleiðenda við ráðherra og hvetur kvikmyndagerðarfólk til að kjósa eftir sannfæringu sinni í komandi kosningum.
Forsvarsmenn fjölmargra framleiðslufyrirtækja í kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og þær hugmyndir sem hún setti fram í nýlegri grein varðandi frekari uppbyggingu greinarinnar.
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráherra skrifar í Vísi um þau málefni kvikmyndagerðar sem hún vill leggja áherslu á, hljóti hún til þess brautargengi í komandi kosningum.
Meirihluti náðist í fjárlaganefnd um að leggja til að 300 milljónum króna yrði bætt í Kvikmyndasjóð á næsta ári, sem og 100 milljónum á yfirstandandi ári. Áður hafði staðið til að skera enn og aftur niður og nú um vel á annað hundrað milljónir. Kvikmyndagreinin fagnar þessu og lítur á sem gott skref í rétta átt eftir nokkurra ára stórfelldan niðurskurð.
Fyrirhuguðum niðurskurði Kvikmyndasjóðs verður afstýrt, verði breytingatillaga fjárlaganefndar samþykkt á Alþingi. Gert er ráð fyrir að 300 milljónir króna bætist í sjóðinn á næsta ári frá því sem upphaflega var lagt til. Þá er einnig gert ráð fyrir að 100 milljónir króna bætist í sjóðinn á þessu ári.
Björn B. Björnsson svarar grein Lilju Alfreðsdóttur frá í gær. Hann stendur við fyrri fullyrðingar sínar um að ráðherrann fari ekki rétt með og rekur efnisatriði lið fyrir lið.
Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og fyrrum formaður Félags leikskálda og handritshöfunda (FLH) leggur út af fréttum RÚV um aðdraganda 35% endurgreiðslunnar og einnig andsvari Lilju Alfreðsdóttur við grein Björns B. Björnssonar. Margrét var meðal þeirra sem tóku þátt í vinnuhópi við mótun Kvikmyndastefnunnar.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefur á Vísi svarað grein Björns B. Björnssonar, þar sem hann gagnrýnir hana fyrir að hafa ekki sagt satt um svokölluð Covid framlög vegna kvikmyndagerðar. Hún hafnar því alfarið.
Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður skrifar á Vísi um niðurskurð Kvikmyndasjóðs og segir meðal annars að Lilja Alfreðsdóttir hafi sett Íslandsmet í niðurskurði á Kvikmyndasjóði og fái þann vafasama heiður að teljast versti ráðherra sem greinin hefur haft frá upphafi.
Leikstjórarnir Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir birta nýja grein á Vísi þar sem þau gagnrýna málflutning Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra í tengslum við niðurskurð Kvikmyndasjóðs.
Rætt var við Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra í þættinum Þetta helst á Rás 1 þriðjudag 1. október. Þar var hún spurð útí niðurskurðinn á Kvikmyndasjóði og þá gagnrýni sem hann sætir.
Í Kvikmyndastefnunni frá 2020 var fyrsta mál að efla Kvikmyndasjóð, meginstoð íslenskrar kvikmyndagerðar. Það byrjaði vel en nú, fjórum árum síðar, hefur hann verið skorinn hressilega niður og hefur ekki verið minni síðan niðurskurðarárið 2014. Um leið hefur endurgreiðsluhlutfall verið hækkað verulega til að auka samkeppnishæfni Íslands varðandi erlend stórverkefni. Stækkun þessarar hliðarstoðar nýtur stuðnings í greininni en gríðarlegur niðurskurður Kvikmyndasjóðs er ekki það sem Kvikmyndastefnan gengur útá.
Frumvarp menningar- og viðskiptaráðherra um breytingu á kvikmyndalögum, nr. 137/2001 var samþykkt á Alþingi í gær. Breytingin staðfestir meðal annars nýjan styrkjaflokk innan Kvikmyndasjóðs til lokafjármögnunar á umfangsmiklum leiknum sjónvarpsþáttaröðum.
Í nýju frumvarpi sem Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur lagt fram, er meðal annars gert ráð fyrir starfslaunum til kvikmyndahöfunda. Frumvarpsdrög eru nú í samráðsgátt. Þá stendur yfir umræða á Alþingi um sérstakan sjónvarpssjóð innan kvikmyndasjóðs.
Menningarmálaráðherra hefur lagt fram að nýju frumvarp um breytingu á kvikmyndalögum, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir nýjum styrkjaflokki vegna stærri þáttaraða.
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Örnu Kristínu Einarsdóttur í embætti skrifstofustjóra menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneytinu.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði í dag fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi um frumvarp til laga um breytingu á kvikmyndalögum fyrir ríkisstjórn. Breytingin varðar framleiðslustyrk til lokafjármögnunar.
Þessa dagana stendur yfir ráðningarferli nýs forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Kvikmyndaráð og sérstök hæfnisnefnd koma að ferlinu en endanleg ákvörðun er í höndum ráðherra. Klapptré fór yfir ferlið með Skúla Eggert Þórðarsyni ráðuneytisstjóra Menningar- og viðskiptaráðuneytisins.
Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra segir í viðtali við fréttastofu RÚV að hún sé að skoða hvernig sé hægt að tryggja að innlend kvikmyndaverkefni sem þegar eru komin af stað stöðvist ekki.
Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti heiðursverðlaun ÍKSA og kynnti framlag Íslands til Óskarsins á Edduverðlaununum í gærkvöldi. Hún byrjaði á því að ávarpa kvikmyndabransann í tengslum við þann mikla niðurskurð á Kvikmyndasjóði sem boðaður er í fjárlagafrumvarpinu.
Tökur á fjórðu syrpu þáttaraðarinnar True Detective hefjast hér á landi í október og standa í níu mánuði. True North þjónustar verkefnið, sem er langstærsta einstaka kvikmyndaverkefni sem hér hefur verið unnið.
Upphæðir sem renna til sjálfstæðra framleiðenda í nýjum þjónustusamningi við RÚV lækka en skerpt er á skilgreiningu hugtaksins. Ráðherra segir sinn skilning á hugtakinu ótvírætt þann sem er í nýja þjónustusamningnum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu, en samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut kynjanna í stefnunni og að tímasettar aðgerðir á því sviði vanti.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp sem kveður á um breytingar á kvikmyndalögum. Þar er meðal annars skýrar en áður kveðið á um hverjir geta sótt um styrki og hverskonar verk má styrkja, þá er nýtt ákvæði um sýningarstyrki og ráðningartíma forstöðumanns auk þess sem lagðar eru til ítarlegri reglur um störf ráðgjafa.