Fyrsti árgangurinn með BA-próf frá kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands útskrifast í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem fólk öðlast háskólagráðu í kvikmyndagerð frá íslenskum háskóla.
Friðrik Þór Friðriksson svarar bréfi kennara kvikmyndalistadeildar Listaháskólans þar sem þau gagnrýndu ummæli hans um deildina. Friðrik segir kennarana setja met í sjálfhverfu.
Steven Meyers, Guðrún Elsa Bragadóttir, Ása Helga Hjörleifsdóttir, Brúsi Ólason, Erlendur Sveinsson og Heather Millard hjá Kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands skrifa opið bréf á Vísi til Friðriks Þórs Friðrikssonar þar sem þau gagnrýna nýleg ummæli hans um Kvikmyndalistadeildina.
Guðrún Elsa Bragadóttir hefur verið ráðin í stöðu lektors í fræðigreinum kvikmyndalistar við kvikmyndalistadeild og mun hún gegna hlutverki fagstjóra fræðigreina.
Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri, handritshöfundur og dósent við Kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands hvetur konur til að sækja um við deildina, en umsóknarfrestur rennur út 12. apríl.
Umræða um það helsta sem íslenski kvikmyndabransinn gekk í gegnum á árinu 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðanda, leikstjóra og stjórnanda Skjaldborgarhátíðarinnar og Ragnari Bragasyni leikstjóra, handritshöfundi og formanni Samtaka kvikmyndaleikstjóra.
Kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands tekur til starfa í haust og þegar hefur verið auglýst eftir nemendum sem og kennurum. Hvernig sér Steven Meyers námið fyrir sér?
Listaháskólinn auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í kvikmyndagerð með áherslu á leikstjórn, handritsgerð eða framleiðslu. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2022 og umsóknarfrestur er til og með 13. mars.
Steven Meyers, nýráðinn deildarforseti kvikmyndadeildar Listaháskóla Íslands, er í viðtali við Morgunblaðið um starfið og námið framundan, en fyrstu nemendurnir hefja störf í haust.