Þáttaröðin Kennarastofan hefst 4. janúar í Sjónvarpi Símans. Kristófer Dignus leikstýrir þáttunum, en með aðalhlutverk fara Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi).
Þýsk-franska menningarsjónvarpsstöðin ARTE hefur tryggt sér sýningarréttinn á þáttaröðinni Jarðarförinni minni sem sýnd var í Sjónvarpi Símans í fyrra.
Jarðarförin mín varpar ljósi á augljósustu og duldustu afbrigði hversdagsleika samtímans á séríslenskan hátt svo áhorfendur gráta og hlæja með, segir Katrín Guðmundsdóttir sjónvarpsrýnir Lestarinnar. Þáttaröðin er í sex hlutum og sýnd í Sjónvarpi Símans.
"Virkilega vel gerðir, notalegir og skemmtilegir þættir þar sem harmur og grín vega hárfínt salt þannig að útkoman er eiginlega bara ógeðslega krúttleg," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um þættina Jarðarförin mín í leikstjórn Kristófers Dignusar Péturssonar.
Tvær klippur úr þáttaröðinni Jarðarförin mín hafa verið opinberaðar. Í þáttaröðinni leikur Þórhallur Sigurðsson (Laddi) dauðvona mann sem ætlar að skipuleggja og vera viðstaddur sína eigin gala jarðarför. Öll þáttaröðin er væntanleg á morgun miðvikudaginn 8. apríl í Sjónvarp Símans Premium og fyrsti þáttur verður sýndur í opinni dagskrá á Páskadag í Sjónvarpi Símans.
Drekasvæðið, sex þátta röð, kemur úr smiðju Ara Eldjárns, Braga Valdimars Skúlasonar, Guðmundar Pálssonar og Kristófers Dignusar. Stórveldið framleiðir.
Fjölskylduþáttaröðin Fólkið í blokkinni hefur göngu sína á RÚV 13. október næstkomandi. Verkið byggir á samnefndri skáldsögu Ólafs Hauks Símonarsonar og er í leikstjórn Kristófers Dignusar Péturssonar sem einnig gerir handrit. Pegasus framleiðir.