HeimEfnisorðJón Gnarr

Jón Gnarr

Þáttaröðin FELIX & KLARA í tökum frá 23. apríl fram í miðjan júlí, Ragnar hefur ekki áhyggjur af framboðsundirbúningi Jóns Gnarr

Þáttaröðin Felix & Klara í leikstjórn Ragnars Bragasonar fer í tökur 23. apríl. Jón Gnarr fer með aðalhlutverk ásamt Eddu Björgvinsdóttur. Ragnar segir Jón vera í hverri senu en hefur engar áhyggjur af verkefnum hans vegna forsetaframboðs.

Ný þáttaröð Ragnars Bragasonar og Jóns Gnarr fær rúmar 18 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Felix og Klara, sem skrifuð er af Ragnari Bragasyni og Jóni Gnarr, hefur hlotið rúmlega 18 milljón króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Mystery framleiðir fyrir RÚV.

Jón Gnarr segir íslenska handritshöfunda ekki fá verðskuldaða athygli

Jón Gnarr segir vinnuframlagi íslenskra handritshöfunda ekki gert nógu hátt undir höfði. Leikstjórar sjónvarpsþátta og kvikmynda fái yfirleitt allan heiðurinn af verkinu. Þrátt fyrir þrotlausa vinnu sem stendur yfir mánuðum og jafnvel árum saman fá handritshöfundar varla nafns síns getið. DV fjallar um þetta og leggur út af Fésbókarfærslu Jóns.

Jón Gnarr um „Borgarstjórann“: Með hnút í maganum yfir svona körlum

Jón Gnarr ræðir um þáttaröð sína Borgarstjórann við Mbl.is. Hann segir karla komast upp með ótrú­leg­ustu hluti og að sam­fé­lagið sé fullt af ósnert­an­leg­um körl­um sem geta ekki neitt.

„Borgarstjórinn“ bakvið tjöldin

Þátt um gerð sjónvarpsþáttanna Borgarstjórinn er hægt að skoða hér.  Sýningar á þáttaröðinni hefjast 16. október á Stöð 2.

[Stikla] „Borgarstjórinn“ hefst 16. október á Stöð 2

Stikla úr sjónvarpsþáttunum Borgarstjórinn hefur verið opinberuð. Sýningar á þáttunum hefjast á Stöð 2 þann 16. október næstkomandi en alls eru 10 þættir í syrpunni.

Jón Gnarr lætur af störfum hjá 365 miðlum

Jón Gnarr hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 og um leið sem fastur starfsmaður fyrirtækisins. Hann hefur ákveðið að snúa sér alfarið að sinni sjálfstæðu listsköpun og verkefnum tengdum henni.

LA Times fjallar um „Borgarstjórann“

Los Angeles Times fjallar um Jón Gnarr og sjónvarpsseríu hans, Borgarstjórann, sem sýnd verður á Stöð 2 í haust. Þáttaröðin er sögð minna á The Veep, bara með raunverulegum pólitíkus.

Gunnar Smári: Ekki viss um langlífi Georgs Bjarnfreðarsonar

Á Facebook síðu sinni leggur Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttatímans útaf grein Jóns Gnarr um sjónvarpsþáttagerð og framtíðarsess Georgs Bjarnfreðarsonar í þjóðardjúpinu.  Hann segist vilja "snúa upp á spádóm Jóns um langlífi Georgs og spá að það verði hugmyndirnar og framgangan sem hann gerir grín að sem muni lifa lengst. Og hugsanlega lengur en bæði Jón og Georg."

Jón Gnarr: Brýnt að auka fjárfestingu í gerð leikins sjónvarpsefnis

Í pistli sem Jón Gnarr, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 miðla, birtir í Fréttablaðinu í dag segir hann of litlu fé varið til leikins sjónvarpsefnis miðað við bíómyndir og að jafna þurfi þann hlut eða stofna sérstakan sjónvarpssjóð.

Jón Gnarr lýsir áhyggjum af framtíð innlendrar dagskrárgerðar

Jón Gnarr, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 miðla, tjáir sig á Fésbókarsíðu sinni í dag um Netflix og framtíðarhorfur í innlendri dagskrárgerð. Hann leggur útaf umfjöllun Kjarnans sem kallar opnun Netflix fagnaðarefni fyrir neytendur og lýsir áhyggjum sínum af framtíð innlendrar dagskrárgerðar.

365 miðlar dregur sig útúr Eddunni, stjórn ÍKSA leiðréttir rangfærslur Jóns Gnarr

365 miðlar hafa hætt þátttöku í Edduverðlaununum. Jón Gnarr, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365, segir í samtali við Kjarnann að ástæðan sé að RÚV hafi haft 70 prósent vægi í dómnefnd Edduverðlaunanna meðan 365 beri helming kostnaðar vegna veitingu þeirra og að 365 hefði lagt fram ýmsar tillögur um að auka vægi almennings í kjöri á verðlaunahöfum en þær tillögur hafi ekki hlotið brautargengi. Stjórn ÍKSA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem bent er á að allt sem Jón nefnir sé rangt.

Jón Gnarr: Lykillinn að farsælli framtíð okkar í sjónvarpinu

Jón Gnarr, nýráðinn dagskrárstjóri 365, leggur fram nokkurskonar "manifesto" í Fréttablaðinu í dag. Hann ræðir sýn sína á sjónvarp og segir menningarlegt mikilvægi sjónvarpsins fyrir nútímann jafnmikið og Íslendingasögur voru fyrir fornöldina.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR