HeimEfnisorðJoin Motion Pictures

Join Motion Pictures

Sjáðu SELSHAMINN, nýja stuttmynd Uglu Hauksdóttur, hér

Stuttmyndin Selshamurinn (Sealskin) eftir Uglu Hauksdóttir er frumsýnd í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Huesca á Spáni. Sökum faraldursins fer hátíðin að mestu fram á netinu og geta allir sem vilja horft á myndina frítt, eftir að hafa skráð sig. Myndin, sem er 13 mínútur að lengd, er aðgengileg til 20. júní.

BERDREYMI Guðmundar Arnars Guðmundssonar fær tæpar 17 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

Bíómyndin Berdreymi, sem framleidd er af Anton Mána Svanssyni, hlaut á dögunum rúmlega 16,8 milljónir króna frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Guðmundur Arnar Guðmundsson (Hjartasteinn) leikstýrir, en áætlað er að tökur hefjist í lok ágúst.

Ný mynd Guðmundar Arnars í burðarliðnum hjá Join Motion Pictures

Join Motion Pictures (Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson) sem nýverið frumsýndi Hvítan, hvítan dag eftir Hlyn Pálmason á Cannes við afar góðar undirtektir, undirbýr nú meðal annars næsta verkefni Guðmundar Arnars, Chicken Boy (Berdreymi).

Heimildamyndin „In Touch“ verðlaunuð á IDFA

Íslenska/pólska heimildarmyndin In Touch eftir Pawel Ziemilski vann til sérstakra dómnefndarverðlauna í aðalkeppni á IDFA sem fer fram í Amsterdam um þessar mundir. Þetta er fyrsta íslenska heimildarmyndin sem vinnur til verðlauna í aðalkeppni á hátíðinni, sem er sú stærsta og virtasta á sínu sviði.

„Hvítur, hvítur dagur“ Hlyns Pálmasonar fær 110 milljónir úr Kvikmyndasjóði

Næsta verkefni Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur hefur hlotið 110 milljón króna vilyrði úr Kvikmyndasjóði. Tökur eru fyrirhugaðar á næsta ári, Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures framleiðir.

New Europe Film Sales selur „Vetrarbræður“ á heimsvísu, tekur þátt í keppni í Locarno

Sölufyrirtækið New Europe Film Sales annast sölu á væntanlegri bíómyndarfrumraun Hlyns Pálmasonar, Vetrarbræðrum. Myndin mun taka þátt í keppni á Locarno hátíðinni sem hefst í byrjun ágúst. Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson hjá Join Motion Pictures meðframleiða.

Anton Máni Svansson valinn til þátttöku á Producers on the Move á Cannes

Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures, framleiðandi Hjartasteins og meðframleiðandi Vetrarbræðra, hefur verið valinn í Producers on the Move verkefnið sem fram fer í Cannes síðar í maí.

„Hjartasteinn“ í keppni á Feneyjahátíðinni

Hjartasteinn, fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, hefur verið valin í aðalkeppni Venice Days hluta kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd tekur þátt í keppni á þessari merku hátíð.

„Hjartasteinn“ fær tæpar 50 milljónir króna frá Eurimages

Hjartasteinn, fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur fengið 47,5 milljóna króna styrk frá Eurimages, kvikmyndasjóði Evrópuráðsins. Myndin fer í tökur síðsumars.

Leitað að leikurum vegna „Hjartasteins“ Guðmundar Arnars

Framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures leitar nú að ungum leikurum fyrir kvikmyndina Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem áætlað er að fari í tökur í ágúst á næsta ári. Strákar á aldrinum 11-17 ára og stelpur á aldrinum 12-17 eru hvött til að sækja um en áheyrnarprufur verða haldnar í nóvember.

Íslendingur meðal framleiðenda afganskrar kvikmyndar, lokahnykkur í fjármögnun stendur yfir

Afganska kvikmyndin Wolf and Sheep er nú í fjármögnun og verður það fyrsta myndin frá þvísa landi sem leikstýrt verður af konu. Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures er einn framleiðenda myndarinnar, sem meðal annars leitar framleiðslufjár gegnum hópfjármögnun.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR