Heimildamyndin Bráðum verður bylting! eftir Hjálmtý Heiðdal og Sigurð Skúlason er meðal þeirra mynda sem verða frumsýndar á Skjaldborgarhátíðinni um næstu helgi. Stiklu myndarinnar má skoða hér.
Heimildamyndin Byltingin er hafin! í stjórn Hjálmtýs Heiðdal og Sigurðar Skúlasonar hefur fengið 12 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð. Myndin segir frá því þegar ellefu íslenskir námsmenn fóru inn í íslenska sendiráðið í Stokkhólmi 20. apríl 1970, lýstu því yfir að sósíalísk bylting á Íslandi væri nauðsyn og drógu rauðan fána að húni.
Minningarsýning um Guðmund Bjartmarsson kvikmyndatökumann, sem lést fyrir skömmu, fer fram í Bíó Paradís fimmtudaginn 11. maí kl. 20. Sýnd verður kvikmynd Jóhanns Sigmarssonar, Óskabörn þjóðarinnar, en Guðmundur var tökumaður hennar. Á eftir sýningu verður Guðmundar minnst. Jóhann, Björn B. Björnsson og Hjálmtýr Heiðdal ásamt Þorsteini Helgasyni hafa einnig skrifað minningarorð um Guðmund og má lesa þau hér.
Spænsk/íslenska heimildamyndin Baskavígin í stjórn Aitor Aspe var valin besta heimildamyndin á Kvikmyndahátíðinni í Richmond í Bandaríkjunum sem lauk í gær.
Hjördís Stefánsdóttir skrifar um spænsk/íslensku heimildamyndina Baskavígin í Morgunblaðið og segir með ólíkindum að hægt sé að gera svona viðamiklu og flóknu efni góð skil í rúmlega klukkutíma frásögn en það takist með miklum ágætum. Myndin fær fjóra og hálfa stjörnu.
Heimildamyndirnar Rúnturinn I eftir Steingrím Dúa Másson og Baskavígin eftir Aitor Aspe eru nú í sýningum í Bíó Paradís. Sýningar á fyrrnefndu myndinni hófust 24. nóvember en þeirri fyrrnefndu þann 17. nóvember.
Hjálmtýr Heiðdal, einn framleiðenda heimildamyndarinnar Baskavígin, er í viðtal við Morgunblaðið þar sem hann ræðir myndina og gerð hennar. Myndin er nú á San Sebastian hátíðinni og verður sýnd á RIFF.
Baskavígin, spænsk/íslensk heimildamynd í stjórn Aitor Aspe, hefur verið valin til þátttöku í Zinemira keppni San Sebastian hátíðarinnar. San Sebastian hátíðin er ein af fáum svokölluðum „A“ kvikmyndahátíðum í heiminum og fer fram í Donostia-San Sebastián á Spáni 16. – 24. september.
Baskneska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Old Port Films vinnur nú að gerð heimildamyndar um Baskavígin svokölluðu árið 1615 (sem Íslendingar nefna Spánverjavígin). Kvikmyndagerðin Seylan er meðframleiðandi verksins, sem er stórt í sniðum.
Heimildamyndin Veðrabrigði eftir Ásdísi Thoroddsen verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 26. nóvember og verður sýnd í viku. Myndin segir af sjávarþorpinu Flateyri þar sem íbúar berjast fyrir tilveru sinni og framtíð þorpsins. Með tilkomu kvótakerfisins færðust örlög íbúanna í hendur þeirra sem réðu kvótanum.
Ásdís Thoroddsen leikstjóri hefur lokið gerð heimildamyndar um lífsbaráttuna á Flateyri. Myndin, sem kallast Veðrabrigði, verður forsýnd í félagsheimilinu á Flateyri næstkomandi laugardag en hún verður jafnframt á dagskrá RÚV í vetur. Hjálmtýr Heiðdal framleiðir myndina.
Heimildamyndin Svartihnjúkur-stríðssaga úr Eyrarsveit, segir frá árekstri íslenskrar sveitakyrrðar og hrikaleik heimstyrjaldarinnar síðari. Á heimasíðu Karolina Fund fer nú fram hópfjármögnun vegna verkefnisins.
Myndin segir sögu Álafoss ullarverksmiðjunnar og fólksins sem þar vann. Hjálmtýr Heiðdal hjá Seylunni framleiðir ásamt Hildi Margrétardóttur og Guðjóni Sigmundssyni.