HeimEfnisorðHeather Millard

Heather Millard

Heather Millard fær viðurkenningu framleiðanda á Les Arcs hátíðinni

Heather Millard, framleiðandi íslensks kvikmyndaverkefnis í þróun, hlaut Producers Network-viðurkenninguna á samframleiðslumarkaði evrópsku kvikmyndahátíðarinnar í Les Arcs í Frakklandi, sem fram fór 16.-19. desember.

[Stikla, plakat] KULDI kemur 1. september

Kuldi eftir Erling Óttar Thoroddsen verður frumsýnd 1. september næstkomandi. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur.

„Garn“ sýnd víða um heim

Heimildamyndin Garn/Yarn sem framleidd er af Compass Films hefur fengið góðar móttökur víða um heim á undanförnum misserum. Þannig var hún sýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum, Bretlandi og vel á þriðja tug annarra landa. Nú er hún til sýnis í yfir 20 kvikmyndahúsum í Japan.

„Garn“ í Bíó Paradís

Sýningar á heimildamyndinni Garn eftir Unu Lorenzen hefjast í Bíó Paradís á morgun, 9. september. Heather Millard og Þórður Jónsson framleiða.

Compass Films með verðlaunamynd á Galway hátíðinni

Heather Millard og Þórður Jónsson hjá Compass Films eru meðframleiðendur The Wall, norsk/írskrar heimildamyndar um N-Kóreu sem á dögunum bar sigur úr býtum í flokki mannréttindakvikmynda á kvikmyndahátíðinni í Galway á Írlandi.

Bond/360 dreifir „Garni“ Unu Lorenzen í Bandaríkjunum, myndin sýnd á SXSW

Dreifingarfyrirtækið Bond/360 í New York hefur tryggt sér Ameríkurétt á heimildamynd Unu Lorenzen, Garni, sem sýnd verður á SXSW hátíðinni í Texas þann 12. mars.

Heimildamyndin „Veðrabrigði“ frumsýnd, stikla hér

Heimildamyndin Veðrabrigði eftir Ásdísi Thoroddsen verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 26. nóvember og verður sýnd í viku. Myndin segir af sjávarþorpinu Flateyri þar sem íbúar berjast fyrir tilveru sinni og framtíð þorpsins. Með tilkomu kvótakerfisins færðust örlög íbúanna í hendur þeirra sem réðu kvótanum.

„Ófærð“ fær 75 milljónir frá Creative Europe

Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð fékk 75 milljónir króna frá Creative Europe, kvikmynda- og sjónvarpsáætlun ESB, sem á dögunum úthlutaði alls um 700 milljónum króna. Annað íslenskt verkefni, heimildamyndin Garn í stjórn Unu Lorenzen fékk sjö milljónir króna og því rann alls 12% úthlutunarinnar til íslenskra verkefna. Svo hátt hlutfall hefur aldrei áður farið til neins aðildarlands í einni úthlutun.

„Of Good Report“ frumsýnd í Bíó Paradís

Suður-afríska/íslenska kvikmyndin Of Good Report verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 23. janúar að viðstöddum leikstjóra myndarinnar, Jahmil X.T. Qubeka.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR