Jodie Foster, leikkona, leikstjóri og framleiðandi, tók þátt í pallborðsumræðum á nýliðinni Stockfish hátíð þar sem umræðuefnið var konur og kvikmyndagerð. Hún sagðist hafa upplifað breytingar á kvenhlutverkum frá því sem áður var en við værum ekki enn komin alla leið.
Í nýlegri umfjöllun Reykjavik Grapevine er rætt við ýmsa sem þekkja til íslenskrar kvikmyndagerðar á einn eða annan hátt og rætt um stöðuna nú. Viðmælendur eru Leifur Dagfinnsson, Ásgrímur Sverrisson, Steve Gravestock, Elsa María Jakobsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir.
Hópur vina og samstarfsfólks Árna Ólafs Ásgeirssonar og eiginkonu hans Mörtu stofnuðu styrktarsjóð til stuðnings fjölskyldunni fyrir nokkru. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona fer fyrir hópnum. Hún birti í gær nýja færslu á Facebook síðu söfnunarinnar.
Ísold Uggadóttir var valin besti leikstjórinn fyrir mynd sína Andið eðlilega á verðlaunahátíð Chlotrudis Society for Independent Film í Massachussets í Bandaríkjunum um liðna helgi. Halldóra Geirharðsdóttir var einnig valin besta leikkonan fyrir leik sinn í Kona fer í stríð og Davíð Þór Jónsson fékk einnig verðlaun fyrir tónlist í sömu mynd.
Eða nákvæmara: Jodie Foster mun leikstýra og fara með aðalhlutverkið í endurgerð kvikmyndarinnar Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson þar sem Halldóra Geirharðsdóttir lék titilhlutverkið.
Halldóra Geirharðsdóttir hlýtur tilnefningu til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Kona fer í stríð eftir Bendikt Erlingsson. Tilnefningarnar voru kynntar í gær en verðlaunin verða veitt í Sevilla á Spáni 15. desember næstkomandi.
Halldóra Geirharðsdóttir hlaut verðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Kona fer í stríð á kvikmyndahátíðinni Festival du nouveau cinéma í Montreal í Kanada á dögunum.
Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Fjallkona fer í stríð, fékk á dögunum 17 milljón króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur á myndinni hefjast í júlí og Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið.