Jón Bjarki Magnússon var fluga á vegg á heimili ömmu sinnar og afa á síðasta hluta æviskeiðs þeirra. Úr varð heimildarmyndin Hálfur álfur, þar sem dramatík hversdagsins hjá hverfandi kynslóð kemur berlega í ljós. Jón Bjarki ræddi við Morgunútvarpið á Rás 2.
Þrátt fyrir heimsfaraldur og tímabundna lokun kvikmyndahúsa (sem að auki keyrðu á hálfum dampi út árið) var 2020 um margt merkilegt ár í íslenskri kvikmyndagerð.
Gunnar Theódór Eggertsson kvikmyndarýnir Lestarinnar fjallar um þrjár heimildamyndir sem sýndar voru á Skjaldborg, Aftur heim?, Hálfan álf og Góða hirðinn.
Hálfur álfur eftir Jón Bjarka Magnússon hlaut dómnefndarverðlaunin Ljóskastarann og Er ást eftir Kristínu Andreu Þórðardóttur fékk Einarinn, áhorfendaverðlaunin á nýafstaðinni Skjaldborgarhátíð sem að þessu sinni fór fram í Bíó Paradís.