HeimEfnisorðHálfur álfur

Hálfur álfur

Morgunblaðið um HÁLFAN ÁLF: Notaleg furðuveröld, í senn kunnugleg og framandi

"Skemmtileg og falleg mynd sem er merkilegur vitnisburður um fólk og kynslóðina sem það tilheyrir," segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í Morgunblaðinu um Hálfan álf Jóns Bjarka Magnússonar.

Fréttablaðið um HÁLFAN ÁLF: Álfagaldur

"Vekur trega og gleði á víxl í einföldu en um leið margræðu listaverki sem er eitthvað annað og miklu meira en heimildarmynd í nokkrum hefðbundnum skilningi," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Hálfan álf eftir Jón Bjarka Magnússon.

HÁLFUR ÁLFUR sýnd í Bíó Paradís

Sýningar eru hafnar í Bíó Paradís á heimildamyndinni Hálfur álfur eftir Jón Bjarka Magnússon. Myndin hlaut dómnefndarverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar í fyrra.

Jón Bjarki Magnússon ræðir um HÁLFAN ÁLF

Jón Bjarki Magnússon var fluga á vegg á heimili ömmu sinnar og afa á síðasta hluta æviskeiðs þeirra. Úr varð heimildarmyndin Hálfur álfur, þar sem dramatík hversdagsins hjá hverfandi kynslóð kemur berlega í ljós. Jón Bjarki ræddi við Morgunútvarpið á Rás 2.

Innlendur bíó- og sjónvarpsannáll 2020

Þrátt fyrir heimsfaraldur og tímabundna lokun kvikmyndahúsa (sem að auki keyrðu á hálfum dampi út árið) var 2020 um margt merkilegt ár í íslenskri kvikmyndagerð.

HÁLFUR ÁLFUR og ER ÁST fá verðlaun á Skjaldborg

Hálfur álfur eftir Jón Bjarka Magnússon hlaut dómnefndarverðlaunin Ljóskastarann og Er ást eftir Kristínu Andreu Þórðardóttur fékk Einarinn, áhorfendaverðlaunin á nýafstaðinni Skjaldborgarhátíð sem að þessu sinni fór fram í Bíó Paradís.

spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR