spot_img
HeimEfnisorðElísabet Ronaldsdóttir

Elísabet Ronaldsdóttir

Elísabet Ronaldsdóttir: Góður klippari getur klippt hvað sem er

Elísabet Ronaldsdóttir hefur á undanförnum árum klippt margar stórar Hollywood myndir, þar á meðal John Wick, Deadpool 2, Atomic Blonde, Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings og nú síðast Bullet Train. Hún var nýlega í ítarlegu viðtali um fagið og ferilinn við fagrit bandarískra kvikmyndaklippara, Cinemontage.

Systur í listinni

Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndaleikstjóri og Elísabet Ronaldsdóttir klippari spjalla saman um lífið og listina, kvikmyndagerð, að vera kona í bransanum og þeirra samstarf í Tengivagninum á Rás 1.

Elísabet Ronaldsdóttir ræðir „Atomic Blonde“

Elísabet Ronaldsdóttir klippari ræðir vinnu sína við kvikmyndina Atomic Blonde, með Charlize Theron í aðahlutverki, við kollega sinn Steve Hullfish sem heldur úti dálkinum Art of the Cut á vefnum Pro Video Coalition. Þetta er afar ítarlegt og áhugavert spjall tveggja klippara þar sem bæði er farið í einstök atriði sem lúta að myndinni sjálfri sem og víðara spjall um hlutverk klipparans almennt.

Elísabet Ronaldsdóttir klárar „Atomic Blonde“ og klippir síðan „Deadpool 2“

Elísabet Ronaldsdóttir er klippari hasarmyndarinnar Atomic Blonde með Charlize Theron í aðalhlutverki. Myndin er væntanleg innan skamms. Elísabet mun síðan klippa ofurhetjumyndina Deadpool 2 með Ryan Reynolds en báðar myndirnar eru að verulegu leyti gerðar af sama teymi og stóð á bakvið harðhausamyndina John Wick með Keanu Reeves.

Bransinn er að vakna

Fréttablaðið ræðir við fimm kvikmyndagerðarkonur um kynjakvóta og stöðu kvenna í kvikmyndabransanum; Dögg Mósesdóttur, Veru Sölvadóttur, Guðnýju Halldórsdóttur, Elísabetu Ronaldsdóttur og Þóru Tómasdóttur.

Dreymir klippin – viðtal við Elísabetu Ronaldsdóttur

Vefritið Luna Luna birtir viðtal við Elísabetu Ronaldsdóttur klippara þar sem hún fer yfir feril sinn, hvernig hún hóf störf í kvikmyndagerð og hvað klippparastarfið felur í sér.

Íslenskur klippari á amerískri toppmynd

Fleiri Íslendingar fylgja nú í fótspor Baltasars Kormáks og koma að kvikmyndum sem fara á toppinn í Bandaríkjunum, stærsta kvikmyndamarkaði heimsins. Kvikmyndin John Wick með Keanu Reeves í aðalhlutverki trónir nú efst á lista þar í landi en ein af lykilmanneskjum þeirrar myndar er klipparinn Elísabet Ronaldsdóttir.

Þessi eru tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir kvikmyndir

DV hefur opinberað tilnefningar til menningarverðlauna sinna. Í flokki kvikmynda hljóta tilnefningu Kvikmyndaskóli Íslands, Ragnar Bragason, starfsfólk RÚV, Elísabet Ronaldsdóttir og Marteinn Sigurgeirsson.

Elísabet Ronaldsdóttir ráðin klippari við bandaríska bíómynd

Elísabet Ronaldsdóttir klippari, mun klippa nýjustu kvikmynd leikstjóranna David Leitch og Chad Stahelski. Myndin á að heita John Wick og undirbúningur er þegar hafinn. Elísabet hefur...
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR