Cannes hátíðinni er lokið og uppgjör helstu fagmiðla liggja fyrir. Hollywood Reporter segir mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, vera meðal áhugaverðustu mynda hátíðarinnar og bæði Variety og Indiewire setja Arctic á lista sína yfir helstu myndirnar á Cannes þetta árið.
Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, hlutu rétt í þessu SACD verðlaunin sem veitt eru í flokknum Critic's Week á Cannes hátíðinni. Verðlaunin eru veitt af samtökum handritshöfunda og tónskálda.
Benedikt Erlingsson hefur sent frá sér aðra vídeódagbókarfærslu frá Cannes þar sem hann fer yfir viðbrögð gagnrýnenda við mynd sinni, Kona fer í stríð - og fer með dýran kveðskap ásamt Ólafi Egilssyni handritshöfundi.
Variety hefur bæst í hóp annarra helstu kvikmyndamiðla sem gefa kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, hæstu einkunn. Jay Weissberg, gagnrýnandi miðilsins, spáir myndinni mikilli velgengni á veraldarvísu.
Fabien Lemercier hjá Cineuropa segir kvikmyndina Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar sanna að velgengni fyrri myndar hans, Hross í oss, hafi ekki verið nein tilviljun.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson var frumsýnd í dag á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hér má sjá myndbút af langvinnu lófaklappi eftir sýninguna, sem og vídeódagsbókarfærslu Benedikts frá í gær.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að veita kvikmyndinni Kona fer í stríð sex milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til kynningarmála í kringum þátttöku myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes. RÚV greinir frá.
Á vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins er rætt við Benedikt Erlingsson í tilefni þess að mynd hans Kona fer í stríð er frumsýnd á Critic's Week í Cannes.
New Europe Film Sales hefur þegar gengið frá sölu á Héraðinu, nýrri bíómynd Gríms Hákonarsonar, til margra landa. Tökur eru nýafstaðnar en myndin er kynnt á Cannes hátíðinni sem nú stendur yfir.
Screen International fjallar um 20 áhugaverðustu myndirnar á Cannes að mati miðilsins. Meðal þeirra eru Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson, sem tekur þátt í Critics‘ Week hliðardagskrá hátíðarinnar og Arctic, íslensk minnihlutaframleiðsla meðframleidd af Pegasus, sem er sýnd á miðnætursýningum sem hluti af opinberu vali hátíðarinnar.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur verið valin til keppni í Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem fram fer í maí. Þetta var tilkynnt í morgun.
Kvikmyndin Arctic í leikstjórn Joe Penna, sem tekin var upp hér á landi síðasta vor, var valin í Miðnæturflokk Cannes hátíðarinnar sem fram fer í maí. Tómas Örn Tómasson er tökumaður myndarinnar og starfsliðið var nær eingöngu skipað Íslendingum. Pegasus er meðal framleiðenda myndarinnar, en danski leikarinn Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverkið.