Wendy Mitchell kvikmyndablaðamaður hjá Screen ræðir við við Birgittu Björnsdóttur framleiðanda hjá Vintage Pictures í nýrri spjallþáttaröð á You Tube sem kallast Adventures in Producing. Í þættinum, sem má skoða hér að neðan, fer Birgitta yfir feril sinn, nýjustu verkefni og framleiðsluumhverfið í íslenskum kvikmyndaiðnaði.
Birgitta Björnsdóttir og Skúli Fr. Malmquist, framleiðendur kvikmyndarinnar Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, munu taka þátt í Ontario Creates International Financing Forum (IFF), sem fer fram dagana 8.- 9. september samhliða alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto.
Svanurinn, í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, hefur verið seld til dreifingar í Norður-Ameríku, Kína og Litháen. Þýska sölufyrirtækið m-Appeal sér um að selja myndina.
A Reykjavik Porno eftir Graeme Maley hlaut tvenn verðlaun á Nordic International Film Festival í New York um helgina. Albert Halldórsson, aðalleikari myndarinnar var valinn besti leikarinn og Arnar Þórisson hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku.
Klapptré rakst á þessa skemmtilegu ljósmynd af hinum alþjóðlega framleiðendahóp Svansins ásamt leikstjóranum og birtist hún með góðfúslegu leyfi. Tökur á myndinni standa nú yfir.
Tökur í kvikmyndinni Svaninum í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur hafa staðið frá júlíbyrjun. Tökur hafa gengið vel að sögn aðstandenda en þær munu standa fram í ágúst. Einnig verður myndað í Grindavík.
Tökur á Svaninum, fyrstu bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, hefjast nú í júlí. Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Gríma Valsdóttir fara með aðalhlutverkin og meðal annarra leikara eru Ingvar E. Sigurðsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Upptökur fara fram í Svarfaðardal á Norðurlandi.
Pale Star og A Reykjavik Porno, tvær íslensk/skoskar kvikmyndir eftir sama leikstjóra hafa verið valdar inn á kvikmyndahátíðina í Edinborg sem fram fer dagana 15.-26. júní.
Tökur á Svaninum, fyrstu bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, hefjast í júlí. Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir hjá Vintage Pictures framleiða. Ása Helga lýsir myndinni meðal annars sem sögu um níu ára stúlku í tilvistarkreppu.
Ása Helga Hjörleifsdóttir leitar nú að ungri leikkonu til að fara með eitt af aðalhlutverkum stuttmyndarinnar Vetur, nótt sem tekin verður upp í janúar. Prufur verða haldnar 16., 17., og 18. desember í húsnæði Kvikmyndaskóla Íslands á Grensásvegi 1. Áhugasömum er bent á að hafa samband við casting.vetur@gmail.com
Ása Helga Hjörleifsdóttir hlaut um helgina þróunarstuðning fyrir verkefni sitt Svanurinn, sem tekur þátt í svokölluðum Talent Project Market á yfirstandandi Berlínarhátíð. Stuðningurinn nemur 1000 evrum.
Land Ho!, vegakómedían sem tekin var upp hér á landi s.l. haust hefur verið keypt til dreifingar af Sony Pictures Classics. Myndin er nú í sýningum á Sundance hátíðinni.
Bæði kynna verkefni sín á samframleiðslumarkaðinum sem haldin er í tengslum við Berlínarhátíðina (6.-16. febrúar). Um er að ræða fyrstu bíómyndir hvors leikstjóra.