HeimEfnisorðBBC

BBC

Þáttaröðinni DOMINO DAY vel tekið í Bretlandi

Sýningar eru hafnar á þáttaröðinni Domino Day á BBC. Eva Sigurðardóttir er annar leikstjóra þáttanna, líkt og Klapptré greindi frá hér. Verkið fær góða dóma hjá Lucy Mangan, gagnrýnanda The Guardian.

BBC velur BROT meðal tíu bestu þáttaraða ársins

Þáttaröðin Brot eftir Þórð Pálsson, Davíð óskar Ólafsson og fleiri, er valin meðal tíu bestu þáttaraða ársins í Bretlandi á menningarsíðu BBC.

Viðhorf | Ögn um erindið við umheiminn og okkur sjálf

Hvernig þróunin í átt að auðveldara aðgengi að gífurlegu magni erlends (aðallega bandarísks) myndefnis gegnum efnisveitur brýnir okkur til að gefa hressilega í varðandi íslenskt efni, bæði fyrir umheiminn en jafnvel enn frekar fyrir okkur sjálf.

BBC segir „Ófærð 2“ meðal mest spennandi þáttaraðanna á árinu

BBC fjallar um áhugaverðar sjónvarpsþáttaraðir sem væntanlegar eru á árinu og kennir þar margra grasa. Meðal þáttaraðanna er önnur syrpa Ófærðar.

„Out of Thin Air“, heimildamynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, heimsfrumsýnd á Hot Docs hátíðinni

Myndin hefst á hinni dramatísku sögu af hvarfi Guðmundar Einarssonar og svo Geirfinns Einarssonar árið 1974. Síðan víkur sögu til þeirra sex ungmenna sem handtekin voru fyrir að hafa ráðið þeim bana. Byggt er á fyrstu handar frásögn þeirra sem upplifðu þessi mál.

Netflix meðal fjárfesta í mynd Sagafilm um Guðmundar- og Geirfinnsmálið

Heim­ild­ar­mynd um Guðmund­ar- og Geirfinns­málið verður frum­sýnd á fyrstu mánuðum næsta árs, en Sagafilm vinn­ur um þess­ar mund­ir að fram­leiðslu henn­ar ásamt Mosaic Films í Bretlandi, BBC, RÚV og banda­rísku efn­isveit­unni Net­flix.

„Hrútar“ í norsk bíó, Bretland og Bandaríkin í næstu viku

Hrútar verður frumsýnd í Noregi á morgun og fær góða dóma þarlendra gagnrýnenda. Myndin verður síðan frumsýnd í breskum og bandarískum bíóum í næstu viku.

Er norrænn húmor of svartur fyrir heiminn?

Norrænar dökkmyndir slá í gegn um veröld víða en norænn húmor virðist oft torskilin utan svæðisins. BBC spyr hversvegna og veltir upp ýmsum hliðum málsins. Hrútar Gríms Hákonarsonar kemur við sögu og er sögð standa svolítið sér á parti.

BBC kaupir „Ófærð“

BBC Four mun sýna þáttaröðina Ófærð (Trapped) en rásin hefur lagt mikla áherslu á erlendar þáttaraðir á undanförnum árum. Norrænar þáttaraðir á borð við Borgen, Forbrydelsen og Broen hafa notið þar mikilla vinsælda.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR