HeimEfnisorðBaskavígin

Baskavígin

79 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2017

Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.

Aðsókn | Kippur í aðsókn á „Eiðinn“

Eiðurinn Baltasars Kormáks tekur kipp milli vikna og hefur nú fengið yfir 43 þúsund gesti eftir 13 vikur. Grimmd Antons Sigurðssonar hangir rétt undir tuttugu þúsund gestum eftir sjöundu sýningarhelgi.

Aðsókn | „Grimmd“ nálgast tuttugu þúsund gesti

Grimmd Antons Sigurðssonar nálgast tuttugu þúsund gesti eftir sjöttu sýningarhelgi og Eiðurinn Baltasars Kormáks hefur nú fengið yfir 41 þúsund gesti eftir 12 vikur.

Morgunblaðið um „Baskavígin“: Öll kurl koma til grafar

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um spænsk/íslensku heimildamyndina Baskavígin í Morgunblaðið og segir með ólíkindum að hægt sé að gera svona viðamiklu og flóknu efni góð skil í rúmlega klukkutíma frásögn en það takist með miklum ágætum. Myndin fær fjóra og hálfa stjörnu.

Heimildamyndirnar „Rúnturinn I“ og „Baskavígin“ í sýningum í Bíó Paradís

Heimildamyndirnar Rúnturinn I eftir Steingrím Dúa Másson og Baskavígin eftir Aitor Aspe eru nú í sýningum í Bíó Paradís. Sýningar á fyrrnefndu myndinni hófust 24. nóvember en þeirri fyrrnefndu þann 17. nóvember.

Herðubreið um „Baskavígin“: Fyrstu hælisleitendurnir

"Ég var fullur efasemda í upphafi: Hvernig er hægt að segja svo dramatíska og mikla sögu á rúmlega klukkutíma án þess að þynna út og gera merkingarlítið það sem gerðist? Stutta svarið er: Það er hægt og það gera Hjálmtýr Heiðdal og félagar aðdáunarlega," segir Karl Th. Birgisson í umsögn sinni um Baskavígin eftir Aitor Aspe á Herðubreið.

Aðsókn | „Grimmd“ nálgast 18 þúsund gesti, „Eiðurinn“ yfir 40 þúsund

Grimmd Antons Sigurðssonar er í tíunda sæti aðsóknarlista FRÍSK eftir fjórðu sýningarhelgi og hefur fengið tæplega fimmtán þúsund gesti. Eiðurinn Baltasars Kormáks nálgast 40 þúsund gesti eftir tíu vikur í sýningu. Tvær nýjar heimildamyndir, Aumingja Ísland og Svarta gengið voru frumsýndar um helgina.

Hjálmtýr Heiðdal ræðir um „Baskavígin“

Hjálmtýr Heiðdal, einn framleiðenda heimildamyndarinnar Baskavígin, er í viðtal við Morgunblaðið þar sem hann ræðir myndina og gerð hennar. Myndin er nú á San Sebastian hátíðinni og verður sýnd á RIFF.

Stikla fyrir „Baskavígin“ er hér

Stikla heimildamyndarinnar Baskavígin hefur verið opinberuð. Myndin er samvinnuverkefni spænskra og íslenskra aðila og var mynduð hér á landi að stóru leyti síðasliðinn vetur en einnig á Spáni. Hún verður frumsýnd á San Sebastian hátíðinni á Spáni í september.

„Baskavígin“ til San Sebastian 

Baskavígin, spænsk/íslensk heimildamynd í stjórn Aitor Aspe, hefur verið valin til þátttöku í Zinemira keppni San Sebastian hátíðarinnar. San Sebastian hátíðin er ein af fáum svokölluðum „A“ kvikmyndahátíðum í heiminum og fer fram í Donostia-San Sebastián á Spáni 16. – 24. september.

Spænsk íslensk heimildamynd um Baskavígin 1615 í vinnslu

Baskneska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Old Port Films vinnur nú að gerð heimildamyndar um Baskavígin svokölluðu árið 1615 (sem Íslendingar nefna Spánverjavígin). Kvikmyndagerðin Seylan er meðframleiðandi verksins, sem er stórt í sniðum.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR