spot_img
HeimEfnisorðÁstin sem eftir er

Ástin sem eftir er

ÁSTIN SEM EFTIR ER fær tvenn verðlaun í Tyrklandi og einnig í Belgíu

Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason hlaut á dögunum tvenn verðlaun á Bosphorus Film Festival í Tyrklandi. Myndin hlaut einnig verðlaun á Film Fest Ghent í Belgíu fyrir skömmu.

ELDARNIR opnar í fyrsta sæti

Eldarnir eftir Uglu Hauksdóttur var frumsýnd í kvikmyndahúsum á fimmtudag og er í fyrsta sæti á tekjulista FRÍSK eftir opnunarhelgina.

Lestin um ÁSTIN SEM EFTIR ER: Besta mynd Hlyns hingað til

Kolbeinn Rastrick, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1, rýnir í nýjustu kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er. „Húmorinn og fegurðin eru meira en nóg til að gera upplifunina ánægjulega án þess að rýnt sé neitt dýpra í myndina,“ segir hann meðal annars.

Vísir um ÁSTIN SEM EFTIR ER: Fyndin, hjartnæm og óhefðbundin

Fyndin, hjartnæm og óhefðbundin mynd um það hvernig fjölskylda jafnar sig á skilnaði og venst nýjum raunveruleika, segir Magnús Jochum Pálsson meðal annars í Vísi um kvikmynd Hlyns Pálmasonar Ástin sem eftir er.

ÁSTIN SEM EFTIR ER til Toronto og New York

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er, hefur verið valin til sýninga á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto (TIFF) og New York Film Festival (NYFF). Myndin verður frumsýnd á Íslandi 14. ágúst.

The Playlist um ÁSTIN SEM EFTIR ER: Fínleg, blæbrigðarík en ögn fjarlæg

Frásögnin á það til að smjúga manni úr greipum, en þarna er engu að síður að finna stórkostlega fegurð, skrifar Iana Murray í The Playlist um Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason.

The Guardian um ÁSTIN SEM EFTIR ER: Sláandi tragíkómísk svipmynd af brotinni fjölskyldu

Peter Bradshaw hjá The Guardian skrifar um Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason frá Cannes hátíðinni. Hann segir hana skoðun á brotnu hjónabandi með töfrandi myndmáli og sérkennilegum fantasíusýnum, en nýr kómískur tónn grafi undan sársaukanum.

Hlynur um stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð: Hef ekki hugmynd um hvernig við höldum áfram

Hlynur Pálmason ræðir við Variety um mynd sína Ástin sem eftir er, sem verður frumsýnd á Cannes hátíðinni á sunnudag. Hann gerir einnig stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð að umtalsefni og líst ekki á blikuna.

Gísli Snær: Hlynur meðal fremstu leikstjóra Evrópu

„Við óskum Hlyni Pálmasyni – sem tryggir sér hér sess á meðal fremstu kvikmyndagerðarmanna Evrópu – og öllu því hæfileikaríka teymi sem að baki stendur Ástinni sem eftir er innilega til hamingju,“ segir Gísli Snær Erlingsson forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

ÁSTIN SEM EFTIR ER forseld víða

Sölufyrirtækið New Europe Film Sales hefur gengið frá sölu á nýjustu kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er, til margra landa. Verkið er kynnt kaupendum á Berlinale markaðnum þessa dagana.

ÁSTIN SEM EFTIR ER vekur athygli á Gautaborgarhátíðinni

Ástin sem eftir er, ný kvikmynd Hlyns Pálmasonar,  var kynnt sem verk í vinnslu á Gautaborgarhátíðinni. Variety hefur eftir Frédéric Boyer dagskrárstjóra Les Arcs, Tribeca og RIFF að myndin sé hreint meistaraverk.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR