Myndinni er svo lýst á vef Still Vivid, framleiðanda myndarinnar:
Í Variety segir meðal annars:
Meðal verkefna í eftirvinnslu, var hið blíðlega og ljóðræna fjölskyldudrama Ástin sem er eftir, augljós aðgöngumiði að Cannes hátíðinni fyrir hinn margverðlaunaða Hlyn Pálmason. „Þetta er hreint meistaraverk, algjörlega einstök kvikmynd. Ég vonast til að sjá hana í Cannes,“ segir Boyer.
Í sömu grein er Boyer einnig spurður um aðrar myndir sem sýnt var úr í flokknum Verk í vinnslu og sagðist hann sakna sterkra og djarfra höfundaverka, að mynd Hlyns undanskilinni.
„Þematískt virðast kvikmyndagerðarmenn halda sig við formúlur sem virka, sem er skiljanlegt á okkar erfiðum tímum,“ bætti hann við.