ÁSTIN SEM EFTIR ER vekur athygli á Gautaborgarhátíðinni

Ástin sem eftir er, ný kvikmynd Hlyns Pálmasonar,  var kynnt sem verk í vinnslu á Gautaborgarhátíðinni. Variety hefur eftir Frédéric Boyer dagskrárstjóra Les Arcs, Tribeca og RIFF að myndin sé hreint meistaraverk.

Myndinni er svo lýst á vef Still Vivid, framleiðanda myndarinnar:

Ástin sem eftir er fangar á nærfærinn hátt eitt ár í lífi fjölskyldu, þegar foreldrarnir ganga í gegnum skilnað. Í gegnum fjórar árstíðir sýnir myndin bæði gáskafull og hjartnæm augnablik og hinn sætbeiska kjarna fölnaðrar ástar og sameiginlegra minninga.

Í Variety segir meðal annars:

Meðal verkefna í eftirvinnslu, var hið blíðlega og ljóðræna fjölskyldudrama Ástin sem er eftir, augljós aðgöngumiði að Cannes hátíðinni fyrir hinn margverðlaunaða Hlyn Pálmason. „Þetta er hreint meistaraverk, algjörlega einstök kvikmynd. Ég vonast til að sjá hana í Cannes,“ segir Boyer.

Í sömu grein er Boyer einnig spurður um aðrar myndir sem sýnt var úr í flokknum Verk í vinnslu og sagðist hann sakna sterkra og djarfra höfundaverka, að mynd Hlyns undanskilinni.

„Þematískt virðast kvikmyndagerðarmenn halda sig við formúlur sem virka, sem er skiljanlegt á okkar erfiðum tímum,“ bætti hann við.

HEIMILDVariety
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR