HeimEfnisorðÁrtún

Ártún

79 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2017

Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.

„Ártún“ fær fern verðlaun í Hong Kong

Stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Ártún, hlaut fern verðlaun á Third Culture Film Festival í Hong Kong sem fram fór á dögunum. Verðlaunin voru veitt fyrir bestu myndina, besta leikstjóra, bestu myndatöku (Sturla Brandth Grøvlen) og besta leikara (Flóki Haraldsson).

71 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2016

Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.

„Ártún“ og „Regnbogapartý“ verðlaunaðar í Rúmeníu

Stuttmyndirnar Ártún eftir Guðmund Arnar Guðmundsson og Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur hlutu báðar verðlaun á Ipsos Short Film Breaks hátíðinni í Rúmeníu. Sú fyrrnefnda hlaut fyrsta sætið en sú síðarnefnda það þriðja.

„Ártún“ vinnur tvenn verðlaun

Stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Ártún, vann til tveggja verðlauna á jafn mörgum hátíðum á dögunum. Myndin vann dómnefndarverðlaun ungmenna á Sardinia Film Festival á Ítalíu og Vogelsong Family Foundation verðlaunin hjá International Festival of Local Televisions (IFoLT) í Slóvakíu.

Stuttmyndir Guðmundar Arnars halda áfram að taka inn verðlaun

Stuttmyndir Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Hvalfjörður og Ártún, halda áfram sigurgöngu sinni á kvikmyndahátíðum heimsins. Hvalfjörður var á dögunum valin besta leikna myndin á Zoom – Zblizenia kvikmyndahátíðinni í Jelenia Gora í Póllandi og Ártún besta leikna stuttmyndin á Mediawave kvikmyndahátíðinni í Komárom í Ungverjalandi.

102 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2015

2015 var algerlega makalaust ár hvað varðar alþjóðlegar viðurkenningar til íslenskra kvikmynda og annarra verka íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Alls unnu 15 íslenskar kvikmyndir til hvorki meira né minna en 101 alþjóðlegra verðlauna á árinu, sem er þreföldun miðað við undanfarin ár (þar sem uppskeran var þó harla góð).

„Ártún“, „Hvalfjörður“ og „Hrútar“ bæta við sig verðlaunum á síðustu vikum ársins

Stuttmyndir Guðmundar Arnar Guðmundssonar, Ártún og Hvalfjörður, fengu nokkur verðlaun til viðbótar undir lok ársins og Hrútar Gríms Hákonarsonar pikkaði upp ein í viðbót.

„Hvalfjörður“ og „Hjónabandssæla“ verðlaunaðar

Hvalfjörður er enn að moka inn verðlaunum, tveimur árum eftir frumsýningu og nú tvenn; í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Önnur stuttmynd Guðmundar Arnars, Ártún, er einnig á verðlauna- og hátíðarúntinum en fyrsta mynd hans í fullri lengd, Hjartasteinn, verður tekin upp síðsumars. Þá má og geta þess að stuttmyndin Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson var að vinna sín fjórðu alþjóðlegu verðlaun og nú fyrir handrit á Tel Aviv International Student Film Festival.

„Ártún“ hlýtur tvenn verðlaun

Ártún, stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, var valin besta stuttmyndin á SPOT kvikmynda- og tónlistarhátíðinni í Árósum í Danmörku sem fram fór 30. apríl til 3. maí. Myndin hlaut einnig sérstök dómnefndarverðlaun á Minimalen stuttmyndahátíðinni í Þrándheimi í Noregi dagana 22. til 26 apríl.

„Ártún“ vinnur til verðlauna í Bandaríkjunum

Ártún, stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í stuttmyndakeppni RiverRun International Film Festival sem fram fór í Winston-Salem í Norður Karólínu í Bandaríkjunum 16. – 26. apríl. Fyrir ári síðan vann önnur stuttmynd Guðmundar Arnars, Hvalfjörður, einnig sérstök dómnefndarverðlaun á hátíðinni.

„Ártún“ fær spænsk verðlaun

Ártún, stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar vann til aðalverðlauna FEC Festival – European Short Film Festival sem fór fram 6. – 15. mars í Reus á Spáni. Verðlaunaféð hljóðar upp á 3500 evrur og eru þetta þriðju alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur síðan hún var frumsýnd á RIFF í október á síðasta ári.

Enn vinnur „Hvalfjörður“ verðlaun

Hvalfjörður, hin margverðlaunaða stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, er enn að vinna verðlaun á alþjóðlegum hátíðum og eru þau nú orðin 18 talsins.

34 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2014

Fjórtán íslenskar kvikmyndir hlutu alls 34 alþjóðleg verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim 2014 (33 verðlaun 2013). Hæst bera Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs til handa Hross í oss og Nordisk Panorama verðlaunin til heimildamyndarinnar Salóme. Báðar myndirnar eru verðlaunum hlaðnar, Salóme hlaut alls þrenn verðlaun á árinu en Hross í oss níu (auk þess hlaut Salóme áhorfendaverðlaun á Skjaldborgarhátíðinni og Hrossin fengu sex Eddur).

„Ártún“ verðlaunuð í Chicago

Ártún, stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, hefur verið valin besta leikna stuttmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago og hlaut að launum verðlaunagripinn Gullna skjöldinn (e. the Gold Plaque).

Stuttmyndin „Ártún“ á 10 alþjóðlegum kvikmyndahátíðum í haust

Guðmundur Arnar Guðmundsson frumsýndi nýjustu stuttmynd sína Ártún á RIFF kvikmyndahátíðinni um helgina, en myndinni hefur nú þegar verið boðið á 10 alþjóðlegar kvikmyndahátíðir í haust. Ártún verður Evrópu frumsýnd í október á "A" kvikmyndahátíðinni í Varsjá og stuttu síðar frumsýnd í Ameríku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago sem fagnar fimmtugsafmæli sínu þetta árið.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR