Þættirnir, sem verða fjórir talsins, fjalla um aðdraganda þess að Vigdís Finnbogadóttir býður sig fram til embættis forseta Íslands sem og kosningabaráttuna sjálfa sem fram fór vorið 1980.
Segir í kynningu frá framleiðendum:
Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverkið, en Elín Hall leikur Vigdísi á yngri árum.
Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir leikstýra. Handritshöfundar eru Björg Magnúsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir. Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir framleiða fyrir Vesturport.
Eli Arenson stjórnar kvikmyndatöku og Úlfar Teitur Traustason annast klippingu. Tónlistin er eftir Herdísi Stefánsdóttir og Sölku Valsdóttur. Skúli Helgi Sigurgíslason sér um hljóðhönnun og búningahöfundur er Helga I. Stefánsdóttir, en Heimir Sverrisson gerir leikmynd.
REinvent annast sölu- og dreifingu á alþjóðlegum vettvangi.