Þessa dagana eru fimm íslenskar bíómyndir sýndar í kvikmyndahúsum. Afar sjaldgæft er að svo margar kvikmyndir séu í sýningum á sama tíma.
Árið 2014 voru þó sex íslenskar kvikmyndir í sýningum samtímis og þótti tíðindi.
Myndirnar sem um ræðir eru Villibráð, Á ferð með mömmu, Volaða land, Napóleonsskjölin og Óráð sem frumsýnd var á föstudag.
Villibráð á nú 13 sýningarhelgar að baki og hefur notið fádæma vinsælda. Í lok febrúar fór hún inn á topp tíu listann yfir mest sóttu íslensku kvikmyndirnar frá upphafi mælinga og var þá í 9. sæti. Hún hefur síðan náð 8. sætinu og nokkuð ljóst að hún mun að minnsta kosti ná því sjöunda áður en sýningum lýkur.